Samningur við félag eldri borgara Raufarhöfn
Málsnúmer 202110106
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 103. fundur - 01.11.2021
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka afstöðu til samnings við Félag eldri borgara á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Félag eldri borgara á Raufarhöfn og felur félagsmálastjóra að kynna samninginn fyrir félaginu.
Fjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022
Samningur um rekstur á húsnæði Félags eldri borgara á Raufarhöfn (FER) og samstarf um félasstarf fyrir eldri borgara er í gildi frá 1. júní 2021 til 31. desember 2025. FER sendi bréf í apríl þess efnis að óska eftir frekari stuðningi. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þeirrar beiðni.
Fjölskylduráð samþykkir að boða fulltrúa stjórnar FER á næsta fund ráðsins.
Fjölskylduráð - 125. fundur - 30.08.2022
Félagar úr FER mæta á fund ráðsins til að ræða um samning.
Kristjana Bergsdóttir, Helgi Ólafsson, Sigrún Björnsdóttir og Bergdís Jóhannsdóttir komu á fundinn fyrir hönd Félags eldri borgara á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð þakkar þeim fyrir komuna og kynningu á starfinu.
Ráðið vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
Fjölskylduráð þakkar þeim fyrir komuna og kynningu á starfinu.
Ráðið vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
Fjölskylduráð - 153. fundur - 23.05.2023
Fyrir fjölskylduráði liggur ársreikningur og ársskýrsla Félags eldri borgara á Raufarhöfn, til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Kristjönu fyrir komuna á fundinn. Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 188. fundur - 11.06.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársreikningur félags eldri borgara á Raufarhöfn
Fjölskylduráð þakkar Kristjönu fyrir kynninguna á starfi FEBR.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.