Fara í efni

Fjölskylduráð

153. fundur 23. maí 2023 kl. 08:30 - 12:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-3.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 4-8.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 9-14.
Sólveig Ása Arnarsdóttir verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði sat fundinn undir liðum 9-14.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 9-10.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir vék af fundi kl. 9:46.

Kristjana Bergsdóttir frá Félagi eldri borgara á Raufarhöfn sat fundinn undir lið 1.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og Christoph Wöll kennari sátu fundinn undir liðum 4-5.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri á Grænuvöllum, Ágústa Pálsdóttir fulltrúi starfsfólk og Kristín Anna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir liðum 6-8.

1.Félag eldri borgara Raufarhöfn, Samningar, ársskýrslur ofl.

Málsnúmer 202110106Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ársreikningur og ársskýrsla Félags eldri borgara á Raufarhöfn, til kynningar.

Fjölskylduráð þakkar Kristjönu fyrir komuna á fundinn. Lagt fram til kynningar.

2.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er jafnréttisáætlun Norðurþings.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ljúka við jafnréttisáætlun og leggja fyrir ráðið að nýju.

3.Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Málsnúmer 202001036Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er framkvæmdaáætlun í barnavernd.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ljúka við framkvæmdaáætlun í barnavernd og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Öxarfjarðarskóli - Skipulag skólasvæðis við Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202305071Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðarskóla um skipulag skólasvæðis við Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs. Ráðið fer þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í hönnun á skólalóð Öxarfjarðarskóla og hugað verði að minniháttar viðhaldsverkefnum á lóðinni í sumar.

5.Öxarfjarðarskóli - Ráðning skólastjóra

Málsnúmer 202304005Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnir niðurstöðu ráðningar skólastjóra Öxarfjarðarskóla.
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir ráðningu Hrundar Ásgeirsdóttur í stöðu skólastjóra Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð fagnar ráðningunni og býður Hrund velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í starfi.

6.Grænuvellir - Stytting vinnutíma

Málsnúmer 202305076Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögur að fyrirkomulagi styttingu vinnutíma á Grænuvöllum.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að vinnutímastyttingu á Grænuvöllum.

7.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2023-2024

Málsnúmer 202305044Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar að nýju leikskóladagatal Grænuvalla 2023-2024.
Fjölskylduráð samþykkir leikskóladagatal Grænuvalla 2023-2024.

8.HSN - Beiðni um aðstoð við mönnun nauðsynlegra heilbrigðisstétta

Málsnúmer 202305072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar beiðni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um aðstoð við mönnun nauðsynlegra heilbrigðisstétta.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslufulltrúa að hefja endurskoðun á innritunarreglum leikskóla og leggja fyrir ráðið.

9.17.júní hátíðarhöld 2023

Málsnúmer 202304067Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að dagskrá hátíðarhalda vegna 17.júní.
Lagt fram til kynningar.

10.Gilitrutt - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík

Málsnúmer 202303045Vakta málsnúmer

Leikhópurinn Lotta vill fjölga sýningum sínum á Mærudögum úr einni sýningu í tvær sýningar þar sem þeir óttast að ein sýning verði of fjölmenn. Kostnaður vegna þessa myndi aukast verulega. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess hvort kaupa eigi aðra sýningu.
Fjölskylduráð telur það ganga upp að hafa eina sýningu miðað við reynslu fyrri ára og fellst ekki á kaupa aðra sýningu.

11.Samstarfssamningur á milli Norðurþings og Þingeyings

Málsnúmer 202305086Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Þingeyingur óskar eftir samstarfs og styrktarsamningi við félagið.
Markmið félagsins eru að félagsins er að halda úti íþróttastarfi fyrir ungmenni og íbúa á starfssvæði félagsins í Kelduhverfi, Öxarfirði og Kópaskeri.
Hlutast fyrir og koma á æfingum fyrir ungmenni og íbúa í þeim íþróttum og hreyfingu sem áhugi er fyrir.
Halda utanum og styrkja áhuga íbúa til íþrótta og hreyfingu.
Styrkja áhaldaeign félagsins til hverskyns íþróttastarfa.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera drög að samningi og leggja fyrir ráðið að nýju.

12.Golfklúbbur Húsavíkur - samningamál 2023

Málsnúmer 202303106Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur samningamál Norðurþings og GH til umfjöllunar
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til fundar með fulltrúum frá GH og íþróttasamninganefnd fjölskylduráðs.

13.Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202204113Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Norðurþings fjallar um hönnunarskýrslu SE Group á skíðasvæðinu við Húsavík.

Samráðshópur áhugafólks hefur unnið að verkinu frá upphafi og fjallað um þá hönnun er fyrir liggur.

Á vinnnufundi þann 11. maí 2023 bókaði vinnuhópurinn eftirfarandi ályktun:
Almenn ánægja er með niðurstöður skýrslunnar. Frá fyrstu hönnunardrögum hefur svæðið verið einfaldað. Möguleikar á heilsársnýtingu svæðis eru kannaðir.

Bent er á 4 atriði í lyftumálum
Lenging á núverandi lyftu
Ný 1300m stólalyfta
Ný toglyfta fyrir ofan núverandi lyftu
Töfrateppi

Bílastæði og þjónustusvæði er nálægt fyrirhuguðu göngusvæði

Nú eru til staðar hönnunargögn sem hægt er að vinna út frá í uppbyggingu svæðisins í framtíðinni. Allar stærri framkvæmdir á svæðinu munu kalla á frekari vinnu og greiningu sem hægt er að vinna eftir því sem uppbyggingu svæðisins miðar áfram.

Nánari staðsetning á endastöðum lyftna yrði ákveðin út frá hæðarmælingum og snjómælingu. Hönnunarskjalið og lyftuteiknigar gefa grófa vísbendingu um bestu kosti svæðisins.
Fjölskylduráð þakkar samráðshópi áhugafólks fyrir aðkomu þeirra að vinnu við hönnun heilsárs útivistarsvæðisins við Reyðarárhnjúk. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.

14.Sumarfrístund á Húsavík 2023

Málsnúmer 202305088Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fyrirhugaða starfsemi sumarfrístundar á Húsavík 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:15.