Erindi frá Skotfélagi Húsavíkur
Málsnúmer 202212029
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skotfélagi Húsavíkur. Skotfélagið fer þess á leit við Norðurþing að það hlutist til um að koma rafstreng ásamt ljósleiðara á svæði féagsins sem fyrst. Fyrirhugað er að hita húsin með varmadælum sem er vænlegur og ódýr kostur. Á fundinn mæta fulltrúar frá Skotfélagi Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Skotfélagsins fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á uppbyggingu sem hefur átt sér stað á svæði félagsins. Ráðið felur sveitarstjóra að kanna kostnað og mögulegar útfærslur á því að leggja rafmagn og ljósleiðara í húsnæði félagsins.
Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023
Fyrir byggðarráði liggur viðauki við samstarfssamning sem er í gildi vegna árana 2020-2024 á milli Norðurþings og Skotfélags Húsavíkur. Viðaukinn felur í sér hækkun á framlagi Norðurþings vegna uppbyggingar félagsins um 4 m.kr á tímabilinu.
Byggðarráð samþykkir viðauka við samstarfssamning á milli Norðurþings og Skotfélags Húsavíkur. Viðaukinn felur í sér hækkun á framlagi Norðurþings um 4 m.kr til að koma til móts við kostnað sem fellur til við að koma rafstreng ásamt ljósleiðara á svæði félagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðaukann.