Framkvæmdir & fjárfestingar á höfnum Norðurþings
Málsnúmer 202301044
Vakta málsnúmerStjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 8. fundur - 25.01.2023
Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur minnisblað frá Hafnastjóra um framkvæmdir og fjárfestingar fyrir árið 2022 og 2023.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 11. fundur - 26.04.2023
Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur minnisblað um framkvæmdir og fjárfestingar á höfnum Norðurþings.
Hafnastjóri fór yfir hugmyndir um uppsetningu á flotbryggjum á Norðurfyllingu til að mæta aukinni umferð þjónustubáta skemmtiferðaskipa og skútuumferðar á komandi árum og létta þar með á umferð í innri höfn. Einnig er þörf á að bæta við færanlegum hafnarverndargirðingum til umferðarstýringar ferðamanna á hafnarsvæðum.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir að ráðast í umræddar framkvæmdir og fjárfestingar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings bendir á að huga þurfi að hönnun og frágangi á austurhluta Norðurfyllingar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir að ráðast í umræddar framkvæmdir og fjárfestingar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings bendir á að huga þurfi að hönnun og frágangi á austurhluta Norðurfyllingar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 13. fundur - 29.06.2023
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur til kynningar fundargerð starfsmanna Norðurþings með Siglingasviði Vegagerðarinnar frá 21. júní sl.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri bókun sína frá fundi í janúar að kaup á dráttarbát fari í útboð sem fyrst. Einnig að viðhaldsdýpkun við Norðurgarð komist til framkvæmda á næstu vikum.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir þær breytingar sem gerðar voru á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun hafnasjóðs og þær fjárfestingar sem farið var í á árinu 2022 og lágu fyrir samkvæmt langtíma áætlun.