Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

8. fundur 25. janúar 2023 kl. 16:00 - 20:11 Hafnarhús að Norrðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Lóðaumsóknir á suðurfyllingu

Málsnúmer 202209102Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur erindi frá GPG Seafood ehf. vegna fyrirhugaðrar lóðaúthlutunar að Fiskifjöru 2. og Suðurgarði 8 á suðurfyllingu á Húsavík.
Hafnastjórn óskar eftir því við framkvæmdasvið að samhliða framkvæmdum á umræddum lóðum verði lokið við frágang götu milli lóðanna og varnargarðs við suðurfjöru skv. fyrirliggjandi skipulagi og felur hafnastjóra að fylgja málinu eftir.

2.Framkvæmdir & fjárfestingar á höfnum Norðurþings

Málsnúmer 202301044Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur minnisblað frá Hafnastjóra um framkvæmdir og fjárfestingar fyrir árið 2022 og 2023.
Stjórn hafnasjóðs Norðurþings samþykkir að óska formlega eftir því við siglingasvið Vegagerðarinnar að farið verði í útboð á dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings sem fyrst og felur Hafnastjóra að útbúa erindi þar um og senda á Vegagerðina.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir þær breytingar sem gerðar voru á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun hafnasjóðs og þær fjárfestingar sem farið var í á árinu 2022 og lágu fyrir samkvæmt langtíma áætlun.

3.Hafnarmál 2022

Málsnúmer 202202113Vakta málsnúmer

Ýmis hafnamál.

Fulltrúar Norðursiglingar mættu á fund.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar fulltrúum Norðursiglingar, Stefáni Jóni og Heimi, fyrir komuna. Fóru þeir yfir stöðu Norðursiglingar og framtíðarsýn fyrirtækisins.

4.Ósk um leyfi til afnota af Húsavíkurvita

Málsnúmer 202301043Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir erindi frá Helgu Björgu Sigurðardóttur með ósk um afnot af Húsavíkurvita fyrir starfsemi sína.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings tekur jákvætt í erindið og felur Hafnastjóra að útbúa leigusamning um afnot af neðstu hæð Húsavíkurvita undir umrædda starfsemi.

5.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um athugasemdirnar á fundi sínum þann 24. janúar og vísaði þeim til frekari umsagnar í Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings. Athugasemdir gerðu eftirtaldir: 01.Slökkvilið og Eldvarnareftirlit Norðurþings, 02.Minjastofnun, 03.Vegagerðin, 04.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, 05.Eimskip Húsavík, 06.Gentle Giants, 07.Norðursigling, 08.Hvalasafnið á Húsavík, 09.Ocean Missions, 10.Fanney Hreinsdóttir. 11.Guðmundur Árni Ólafsson, 12.Jakobína Kristjánsdóttir, 13.Sigmundur Þorgrímsson, 14.Sigrún Kristjánsdóttir, 15.Eggert Jóhannsson, 16.Anný Peta Sigmundsdóttir, 17.Þorgrímur Sigmundsson, 18.Áki Hauksson, 19.Belén García Ovide, 20.Guðmundur Salómonsson, 21.Heimir Harðarson, 22.Húsavíkurslippur, 23.Huld Hafliðadóttir, 24.Húsavíkurstofa, 25.Hörður Sigurbjarnarson, 26.Sigríður Þórdís Einarsdóttir, 27.Nico Schmid, 28.Charla Jean Basran, 29.Yann Kolbeinsson, 30.Axel Árnason, 31.Guðmundur Svafarsson, 32.Halldór Jón Gíslason, 33.Ingibjörg Benediktsdóttir, 34.Kristrún Ýr Óskarsdóttir, 35.Vilhjálmur Sigmundsson, 36.Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, 37.Sigurjón Benediktsson, 38.Þórunn Harðardóttir, 39.Þráinn Gunnarsson, 40.Óli Halldórsson, 41.Eva Björk Káradóttir.

Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim umsögnum sem bárust.
Áki Hauksson vék af fundi við umræður þessa máls.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar þær umsagnir sem bárust. Afgreiðslu umsagna er frestað.

6.Fundagerðir 2022 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggja fyrir fundargerðir nr. 447 og 448 frá Hafnasambandi Íslands til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:11.