Fara í efni

Fyrirkomulag styrkumsókna

Málsnúmer 202303027

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 241. fundur - 14.03.2023

Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur er fyrirkomulag á styrkúthlutun félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ákvað að setja ramma um styrkúthlutanir á starfssvæðinu.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 245. fundur - 22.05.2023

fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur fyrir að samþykkja fyrirkomulag styrkúthlutunar.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarreglur og stofnun Samfélagssjóðs Orkuveitu Húsavíkur einnig felur stjórn rekstrarstjóra að setja upplýsingar um samfélagssjóðinn á vefsíðu félagsins. Stjórn samþykkir að til úthlutunar fyrir árið 2023 sé allt að 2,5 milljónir kr.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 258. fundur - 16.09.2024

Þar sem samfélagssjóður OH hefur fengið margar umsóknir er lagt til Tillögur af nýju regluverki fyrir úthlutun styrkja úr samfélagssjóði Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir drög að nýjum úthlutunar reglum um styrkveitingar úr Samfélagssjóð OH. Stjórn felur rekstrarstjóra að klára að vinna uppfærðar reglur og verða þær lagðar fram að nýju til samþykktar á næsta fundir stjórnar.