Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

259. fundur 15. október 2024 kl. 08:30 - 11:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025

Málsnúmer 202410026Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og felur rekstrarstjóra að uppfæra fjárhagsáætlun samkvæmt umræðum og leggja fyrir stjórn að nýju.

2.Framkvæmdaráætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2025

Málsnúmer 202410029Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja fyrir drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025.
Farið var yfir framkvæmdaráætlun 2025. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir ráðstöfunarfé til framkvæmda að upphæð allt að 180m.kr. sem skiptist á milli kjarnastarfsemi Orkuveitunnar sem er hitaveita, vatnsveita og fráveita.

3.Samfélagssjóður OH 2024

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis óskar eftir styrk úr samfélagssjóði Orkuveitu Húsavíkur kr. 300.000 til verkefnisins Þú og þinn styrkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að veita 100.000kr styrk úr samfélagssjóði OH í verkefnið Þú og þinn styrkur.

4.Orkuveita Húsavíkur ohf. ósk um bakhjarlasamning.

Málsnúmer 202410045Vakta málsnúmer

Skógræktarfélags Húsavíkur óskar eftir að fá áframhaldandi bakhjarlasamning við Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. hefur styrkt Skógræktarfélag Húsavíkur veglega síðastliðin ár en hafnar erindinu um bakhjarlastyrk.

5.Fyrirkomulag Samfélagssjóðs Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202303027Vakta málsnúmer

Þar sem samfélagssjóður OH hefur fengið margar umsóknir er lagt til tillögur af nýju regluverki fyrir úthlutun styrkja úr samfélagssjóði Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir nýjar úthlutunarreglur fyrir Samfélagssjóð Orkuveitu Húsavíkur sem birtar verða á heimasíðu félagsins.

6.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025

Málsnúmer 202410053Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að taka ákvörðun um gjaldskrá félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir gjaldskrá félagsins og mun taka ákvörðun um gjaldskrábreytingar samhliða fjárhagsáætlanagerð á næsta fundi.

7.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.

Fundi slitið - kl. 11:50.