Fara í efni

Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025

Málsnúmer 202410053

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 259. fundur - 15.10.2024

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur að taka ákvörðun um gjaldskrá félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir gjaldskrá félagsins og mun taka ákvörðun um gjaldskrábreytingar samhliða fjárhagsáætlanagerð á næsta fundi.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 260. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. að taka ákvörðun um gjaldskrá félagsins.
Í ljósi sterkrar stöðu Orkuveitu Húsavíkur hefur stjórn ákveðið að stilla gjaldskráhækkun í hóf miðað við þróun vísitölu. Meirihluti stjórnar samþykkir að hækka gjaldskrá um 5%.

Undirritaður er andsnúinn 5,0% hækkun á gjaldskrá á heitu vatni og telur að eðlilegra hefði verið að miða við 2,5% hækkun sem er í samræmi við kjarasamningsviðmiðun á hækkun á gjaldskrám ríkisins þegar aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu kjarasamninga fyrr á árinu.
Valdimar Halldórsson

Miðað við forsendur fjárhagsáætlunar þá er gert ráð fyrir lækkun á afkomu Orkuveitu Húsavíkur um 11% á árinu 2025. Það er því ljóst að hófleg hækkun sem lögð er til hækkunar gjaldskrár að þessu sinni, er lægri en forsendur vísitöluhækkunar á því tímabili sem er til viðmiðunar gjaldskrárhækkanir hafa einnig verið það síðustu ár.
Gjaldskrár Orkuveitu Húsavíkur eru með þeim lægstu á norður- og austurlandi miðað við opinberan samanburð og hefur raunlækkun verið síðustu ár. Því ber að fagna.
Sigurgeir Höskuldsson og Eysteinn Heiðar Kristjánsson.