Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

260. fundur 29. október 2024 kl. 10:00 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf.2025

Málsnúmer 202410026Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 til samþykktar.
Meirihluti stjórnar samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

Undirritaður samþykkir ekki fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2025. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir kalt vatn og fráveitu fylgi hækkun fasteignagjalda í Norðurþingi og hækki þar með um 7,6% á árinu 2025. Slík hækkun er að mati undirritaðs of há, sérstaklega í ljósi mjög sterkrar stöðu Orkuveitu Húsavíkur.
Valdimar Halldórsson

2.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf.2025

Málsnúmer 202410053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. að taka ákvörðun um gjaldskrá félagsins.
Í ljósi sterkrar stöðu Orkuveitu Húsavíkur hefur stjórn ákveðið að stilla gjaldskráhækkun í hóf miðað við þróun vísitölu. Meirihluti stjórnar samþykkir að hækka gjaldskrá um 5%.

Undirritaður er andsnúinn 5,0% hækkun á gjaldskrá á heitu vatni og telur að eðlilegra hefði verið að miða við 2,5% hækkun sem er í samræmi við kjarasamningsviðmiðun á hækkun á gjaldskrám ríkisins þegar aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu kjarasamninga fyrr á árinu.
Valdimar Halldórsson

Miðað við forsendur fjárhagsáætlunar þá er gert ráð fyrir lækkun á afkomu Orkuveitu Húsavíkur um 11% á árinu 2025. Það er því ljóst að hófleg hækkun sem lögð er til hækkunar gjaldskrár að þessu sinni, er lægri en forsendur vísitöluhækkunar á því tímabili sem er til viðmiðunar gjaldskrárhækkanir hafa einnig verið það síðustu ár.
Gjaldskrár Orkuveitu Húsavíkur eru með þeim lægstu á norður- og austurlandi miðað við opinberan samanburð og hefur raunlækkun verið síðustu ár. Því ber að fagna.
Sigurgeir Höskuldsson og Eysteinn Heiðar Kristjánsson.

3.Kaupa á skotbómulyftara

Málsnúmer 202410101Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur verðtilboð í skotbómulyftara fyrir verkstæði OH að Hrímóum 1.
Lögð voru fram verðtilboð í sambærileg tæki frá nokkrum mismunandi söluaðilum.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir hagstæðasta tilboð í skotbómulyftara fyrir verkstæði Orkuveitunnar.

Fundi slitið - kl. 11:15.