Fara í efni

Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025

Málsnúmer 202410026

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 259. fundur - 15.10.2024

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og felur rekstrarstjóra að uppfæra fjárhagsáætlun samkvæmt umræðum og leggja fyrir stjórn að nýju.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 260. fundur - 29.10.2024

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 til samþykktar.
Meirihluti stjórnar samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

Undirritaður samþykkir ekki fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2025. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir kalt vatn og fráveitu fylgi hækkun fasteignagjalda í Norðurþingi og hækki þar með um 7,6% á árinu 2025. Slík hækkun er að mati undirritaðs of há, sérstaklega í ljósi mjög sterkrar stöðu Orkuveitu Húsavíkur.
Valdimar Halldórsson