Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.
Málsnúmer 202110036Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. um að Orkuveita Húsavíkur ohf. skoði að leggja inn hluta af eignahlutum sínum inn í félagið til hlutafjáraukningar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að leggja inn hlut sinn í Mýsköpun ehf. á nýjasta þekkta gangvirði til hlutafjáraukningar í Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf.
2.Kornþurrkunn við Húsavík
Málsnúmer 202301001Vakta málsnúmer
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur borist erindi frá GG2023 ehf. um nýtingu á varma til kornþurrkunar við Hrísmóa 3 Húsavík.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. tekur jákvætt í erindi GG2023 ehf. og felur rekstrarstjóra að ræða frekar við forsvarsmenn félagsins.
3.Hönnun Stangarbakkastígs.
Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer
fyrir stjórn liggur tillaga af hönnun á stiga niður Árgil. Hannað af Faglausn ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að vinna tillögu áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
4.Trúnaðarmál
5.Erindi frá Landsvirkjun til stjórnar Íslenskrar orku ehf.
Málsnúmer 202310039Vakta málsnúmer
Orkuveita Húsavíkur á 31,45% hlut í félaginu Íslensk Orka ehf. á móti Landsvirkjun og Norðurorku. Engin starfsemi hefur verið í félaginu sem heldur á jarðhitaréttindum í Öxarfirði. Tvær heitavatnsholur í Öxarfirði eru einu eignir félagsins ásamt samningum við landeigendur um jarðhitaréttindi. Vitað er að holurnar eru vatnsmiklar, alla vega önnur þeirra. Fyrirsjáanlega þarf að leggja í kostnað við viðgerð á annarri holunni til að tryggja öryggi. Ef nýting á jarðhitanum á að eiga sér stað þarf einnig að leggja í umtalsverðan kostnað til að svo geti orðið.
Borist hefur erindi frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórn Íslenskrar Orku um forgang að viðskiptaþróun á réttindasvæði félagsins sem felst m.a. í því að greina réttindastöðu samninga og nýtingarmöguleika.
Borist hefur erindi frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórn Íslenskrar Orku um forgang að viðskiptaþróun á réttindasvæði félagsins sem felst m.a. í því að greina réttindastöðu samninga og nýtingarmöguleika.
Stjórn samþykkir erindi Landsvirkjunar.
6.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2024
Málsnúmer 202310040Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 til fyrri umræðu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu og felur rekstrarstjóra að leggja gjaldskrá fyrir með seinni umræðu fjárhagsáætlun.
7.Framtíðar húsnæðiskostur viðhaldsdeildar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Málsnúmer 202301054Vakta málsnúmer
Orkuveitu Húsavíkur ohf. hefur yfir að ráða þremur húsum undir starfsemi viðhaldsdeildar sem eru eftirfarandi:
Áhaldahúsið við Höfða 13 sem verkstæði, skrifstofa, lagerhald og kaffistofa.
Hrísmóar 2, geymsluhúsnæði fyrir lagnaefni og tæki.
Hrísmóar 1, hluta til kæling á hitaveitu og hluta til geymsla, annars ónotað.
Áhaldahúsið við Höfða 13 sem verkstæði, skrifstofa, lagerhald og kaffistofa.
Hrísmóar 2, geymsluhúsnæði fyrir lagnaefni og tæki.
Hrísmóar 1, hluta til kæling á hitaveitu og hluta til geymsla, annars ónotað.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að láta hanna og kostnaðargreina breytingar á húsnæði félagsins að Hrísmóum 1 svo hægt sé að flytja meginstarfsemi félagsins þangað til að bæta aðstöðu og hagræða í rekstri.
Fundi slitið - kl. 11:00.