Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Samstarfsverkefnið Eimur
Málsnúmer 202204066Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri Eims, Ottó Elíasson kynnir starfsáætlun og áherslur til næstu fjögurra ára ásamt samstarfsverkefni með Orkuveitu Húsavíkur ohf. til samþykktar. Einnig liggur fyrir að tilnefna varamann í stjórn Eims, verkefnastjóra og að hvort greiða eigi fyrir stjórnarsetu hjá Eim.
Ottó Elíasson hélt góða kynningu. Orkuveita Húsavíkur samþykkir að taka þátt í samstarfsverkefni um bætta nýtingu varma á svæðinu. Rekstrarstjóri er tilnefndur í verkefnastjórn Eims fyrir hönd Orkuveitu Húsavíkur. Sigurgeir Höskuldsson er tilnefndur sem varamaður í stjórn Eims. Afstaða stjórnar OH er að fyrir stjórnarsetu í Eim sé ekki greitt nema fundarhöld séu fyrir utan hefðbundins vinnutíma.
2.Hlutafjáraukning Hrafnabjargavirkjunar hf.
Málsnúmer 202401004Vakta málsnúmer
Orkuveita Húsavíkur ohf. á 48,7% hlut í Hrafnabjargavirkjun hf. Ákvað stjórn Hrafnabjargavirkjunar hf. á fundi að innkalla nýtt hlutafé inn að upphæð 146.250.kr sem er hlutur Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi hlutafjáraukningu.
3.Fráveitustofngjald 2024
Málsnúmer 202401005Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur fyrir staðfesting á stofngjaldi tengigjalds fráveitu 2024.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að stofngjald fráveitu verði byggt á byggingarvísitölu september 2023, 115,6 stig og reiknist eftir þeim grunni, sbr. samþykkt Norðurþings Nr. 1338/2023
Stofngjald fráveitu verður eftirfarandi:
Fyrir einbýlishúsalóð 324.402 kr.
Fyrir aðrar lóðir greiðist, á hverja tengingu við fráveitukerfi 488.448 kr.
Stofngjald fráveitu verður eftirfarandi:
Fyrir einbýlishúsalóð 324.402 kr.
Fyrir aðrar lóðir greiðist, á hverja tengingu við fráveitukerfi 488.448 kr.
4.Greining vatnsbóla í landi Húsavíkur
Málsnúmer 202105109Vakta málsnúmer
Kynning á niðurstöðum heildarúttektarsýni neysluvatns á Húsavík, þar sem allar mælingar voru undir hámarksgildum neysluvatnsreglugerðar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur lýsir yfir ánægju með góðar niðurstöður um gæði neysluvatns á Húsavík.
5.Þurrkstöð við Húsavík
Málsnúmer 202301001Vakta málsnúmer
Í lok árs 2023 óskaði þróunarfélagið GG2023 eftir að tengjast hitaveitu. fyrir liggur samningsdrög til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir drög rekstrastjóra um samning á sölu á heitu vatni til GG2023 ehf og felur rekstrarstjóra að vinna málið áfram.
6.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer
Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar yfirferð rekstrarstjóra.
Fundi slitið - kl. 12:00.