Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2023
Málsnúmer 202402096Vakta málsnúmer
Drög að ársreikningi Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2023, lagt fram til kynningar.
2.Umboð vegna aðalfunda aðildafélaga
Málsnúmer 202202085Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að veita stjórnarformanni og rekstrarstjóra að fara með umboð OH á aðalfundum í félögum sem OH á hlutdeild í.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur veitir stjórnarformanni og rekstrarstjóra umboð félagsins á aðalfundum í félögum sem Orkuveitan á hlutdeild í.
3.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025
Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer
Á 455. fundi byggðarráðs þann 1. febrúar var 5. lið í fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar vísað til umfjöllunar hjá Orkuveitu Húsavíkur. Þar sem óskað er eftir að Orkuveita Húsavíkur sæki um styrk í Orkusjóð næstkomandi vor til jarðhitaleitar í og við Raufarhöfn.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að afla frekari gagna um fyrri jarðhitaleitir og leggja fyrir stjórn að nýju.
4.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer
Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar yfirferð rekstrarstjóra.
5.Ósk um styrk fyrir tónlistarhátíð á Húsavík
Málsnúmer 202403041Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur ósk um styrk vegna tónlistarhátíðar á Húsavík.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að leggja til 250.000.kr í verkefnið úr Samfélagssjóði Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Stjórn þakkar góða yfirferð.