Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

255. fundur 21. maí 2024 kl. 09:00 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Hlutafjáraukning Íslensk orka ehf.

Málsnúmer 202405043Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur ákvörðun um hlutafjáraukningu í félaginu Íslensk orka ehf. Um er að ræða félag sem Orkuveita Húsavíkur ohf. á 31,45% hlut í. Félagið er með áform um að viðhalda og kanna frekari möguleika. Til þess að halda áfram með rannsóknir og framgang mála er nauðsynlegt að auka við hlutafé samkvæmt síðustu fundargerð félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi áætlun um hlutafjáraukningu til næstu ára.

2.Eimur viðaukasamningur.

Málsnúmer 202405044Vakta málsnúmer

Ráðuneytið og Landsvirkjun hafa kynnt hugmynd um að stækka starfsvæði Eims með því að bjóða SSNV inn í það flotta starf sem Eimur er að vinna að á Norðurlandi eystra. Með því stækkar starfssvæði Eims yfir á Norðurlandi vestra. Ef af yrði þá væri gert ráð fyrir tveimur verkefnisstjórum hjá Eimi með starfsstöð á NV og 40 m.kr. árlegu framlagi aukalega til Eims.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi viðaukasamning vegna stækkunar á starfssvæði Eims.

3.Orkuveita Húsavíkur ohf. verði bakhjarl Íþróttafélagsins Völsungs

Málsnúmer 202405045Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur ákvörðun um ósk íþróttafélagsins Völsungs um að Orkuveita Húsavíkur ohf verði einn af bakhjörlum félagsins. um er að ræða 3ja ára samning um fjárframlag til Völsungs sem skiptist milli deilda samkvæmt skiptireglu aðalstjórnar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

4.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.

Fundi slitið - kl. 12:00.