Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar
Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 sem fælist í um 2 ha landfyllingu innan hafnar. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að hafnarnefnd fer með skipulagsvald á hafnarsvæðinu. Hennar þarf því að geta í skipulagslýsingu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita umsagna um skipulagslýsinguna með breytingum hjá lögboðnum umsagnaraðilum sem og kynna hana fyrir almenningi skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar
Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytt drög að breytingum deiliskipulaga á norðanverðu hafnarsvæði Húsavíkur sem áður voru til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd vísar skipulagstillögunni til skoðunar í framkvæmda- og hafnanefnd.
3.Skipulagsstofnun auglýsir Skipulagsdaginn 2014
Málsnúmer 201407018Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tilkynningu frá Skipulagsstofnun um Skipulagsdaginn 2014 sem haldinn verður 29. ágúst. Lagt fram.
4.Steinþór Heiðarsson f.h. Tjörneshrepps óskar eftir leyfi til lagnigar ljósleiðara frá Auðbrekku að Reyðará
Málsnúmer 201408012Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá Auðbrekku á Húsavík, um tjaldstæði og meðfram þjóðvegi að sveitarfélagamörkum við Reyðará. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við bæjarráð að Tjörneshreppi verði heimilað að leggja ljósleiðarastreng um land Norðurþings. Nefndin telur þó heppilegra að leggja strenginn austan við iðnaðarsvæðið á Bakka heldur en um veghelgunarsvæði.
Fundi slitið - kl. 14:00.