Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Erindi frá Búfesti hsf. Ósk um samþykki fyrir fráviki frá gildandi deiliskipulagi að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27
Málsnúmer 201911066Vakta málsnúmer
Búfesti hsf óskar eftir samþykki fyrir frávíkum frá fyrirliggjandi deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Reitnum. Eiríkur H. Hauksson, framkvæmdastjóri Búfestis gerði grein fyrir uppbyggingarhugmyndum um síma.
1) Á lóðinni að Grundargarði 2 verði heimiluð bygging eins sex íbúða raðhúss á tveimur hæðum í stað tveggja fjögurra íbúða fjölbýlishúsa. Fyrirhugað mannvirki rúmast innan fyrirliggjandi byggingarreits.
2) Á lóðinni að Ásgarðsvegi 27 verði heimiluð uppbygging sex íbúða raðhúss í stað fimm íbúða raðhúss. Erindið felur í sér tvo valkosti með mismunandi fyrirkomulagi bílastæða. Annar valkosturinn (A) felur í sér að byggingarreit hússins er hliðrað um 2 m til austurs svo unnt sé að koma öllum bílastæðum á lóðinni vestan við húsið. Hinn valkosturinn (B) miðar við að bílastæði verði við hverja eign frá Ásgarðsvegi og aukabílastæði vestast á lóðinni.
Með erindinu fylgja skýringarmyndir.
1) Á lóðinni að Grundargarði 2 verði heimiluð bygging eins sex íbúða raðhúss á tveimur hæðum í stað tveggja fjögurra íbúða fjölbýlishúsa. Fyrirhugað mannvirki rúmast innan fyrirliggjandi byggingarreits.
2) Á lóðinni að Ásgarðsvegi 27 verði heimiluð uppbygging sex íbúða raðhúss í stað fimm íbúða raðhúss. Erindið felur í sér tvo valkosti með mismunandi fyrirkomulagi bílastæða. Annar valkosturinn (A) felur í sér að byggingarreit hússins er hliðrað um 2 m til austurs svo unnt sé að koma öllum bílastæðum á lóðinni vestan við húsið. Hinn valkosturinn (B) miðar við að bílastæði verði við hverja eign frá Ásgarðsvegi og aukabílastæði vestast á lóðinni.
Með erindinu fylgja skýringarmyndir.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur fyrir sitt leyti fallist á framkomnar hugmyndir. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna tillögu að skipulagsbreytingu til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu.
2.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings
Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggur tillaga að framkvæmd íbúakosningar um hraðatakmarkanir á Húsavík í gegnum samráðsgáttina betraÍsland.is
Röðull Reyr þjónustufulltrúi Norðurþings kom á fund og kynnti fyrirkomulag á íbúakosningu um hraðatakmarkanir á Húsavík. Ráðið þakkar kynninguna, samþykkir fyrirkomulagið og hvetur íbúa til að taka þátt á slóðinni www.nordurthing.betraisland.is.
3.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer
Lagðar eru fram fundargerðir afstaðinna verkfunda vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.
Einnig er fyrirliggjandi greinargerð verkeftirlitsaðila þar sem gerð er grein fyrir helstu tafaþáttum í verkefninu fram að þessu.
Einnig er fyrirliggjandi greinargerð verkeftirlitsaðila þar sem gerð er grein fyrir helstu tafaþáttum í verkefninu fram að þessu.
Lagt fram til kynningar.
4.Snjómokstur í Reykjahverfi 2019-2020
Málsnúmer 201911057Vakta málsnúmer
Gerð hafa verið drög að samningi um snjómokstur í Reykjahverfi sem lögð eru fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til samþykktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning um snjómokstur í Reykjahverfi með breytingum sem fela í sér að mokstri heimreiða verði eingöngu sinnt í samræmi við sorphirðudagatal.
5.Framtíðarsýn varðandi eignir Norðurþings.
Málsnúmer 201811018Vakta málsnúmer
Umræða um eignir Norðurþings.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 2-4.
Ketill Gauti Árnason sat fundin undir lið 5.