Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Ísland ljóstengt 2019
Málsnúmer 201811084Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja upplýsingar um kostnað vegna lagningar strengs í tengslum við ljósleiðaratengingu við Höskuldarnes. Óskað er ákvörðunar skipulags- og framkvæmdaráðs um hvort ráðast skuli í þetta verkefni á árinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í verkefnið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um styrk í Ísland ljóstengt.
2.Útigeymsla við Leikskólann í Lundi
Málsnúmer 202002091Vakta málsnúmer
Athuga þarf útfærslu varðandi útigeymslu fyrir leikskólann í Öxarfjarðarskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleika á að koma til móts við þarfir leikskólans við Öxarfjarðarskóla varðandi útigeymslu.
3.Sundlaugin og íþróttahúsið í Lundi - Viðhald
Málsnúmer 202002099Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur viðhaldslisti frá verkstjóra þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri og verkefnastjóra framkvæmdasviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að lagfæra girðinguna umhverfis sundlaugina við Lund í Öxarfirði.
4.Óskað eftir mati á fasteignum við Lund í Öxarfirði
Málsnúmer 202003002Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur til að fasteignir og aðrar eignir við Gamla-Lund í Öxarfirði, s.s. gamli skólinn, íþróttasalur og sundlaug verði metin og ástandsskoðuð. Sömuleiðis tjaldsvæði og eignir við tjaldsvæðið við Lund.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman minnisblað um ástand fasteignanna, fasteignamat og að kostnaðargreina helstu viðhaldsþætti.
5.Ábending um verklag við snjómokstur.
Málsnúmer 202002115Vakta málsnúmer
Fyrirliggjandi er ábending varðandi snjómokstur á Húsavík sem óskað er eftir að verði rædd á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða tilkynningar varðandi snjómokstur.
6.Söluheimild eigna: Lindarholt 4, Raufarhöfn
Málsnúmer 202002020Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri framkvæmdasviðs óskar eftir söluheimild á einbýlishúsi að Lindarholti 4, Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja húsið í söluferli. Að höfðu samráði við hverfisráð Raufarhafnar er þessi ákvörðun tekin samkv. fundargerð hverfisráðsins frá 4. mars 2019.
7.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020
Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur uppfærð framkvæmdaáætlun skv. ákvörðunum sem teknar voru á fundum 56.-58. hjá ráðinu.
Lagt fram til kynningar.
8.Kynning á mögulegum fyrirætlunum Iceland Pro Cruises
Málsnúmer 202002133Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir erindi frá Iceland Pro Cruises um mögulegar fyrirætlanir vegna siglinga til Húsavíkur, og viðverutíma í höfn, á næstu árum.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í mögulegar fyrirætlanir fyrirtækisins um þátttöku í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu en telur sér ekki fært að veita afslátt af hafnagjöldum.
9.Skipulag miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer
Umræður um skipulag miðhafnarsvæðis á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð ræddi hugmyndir að skipulagi á miðhafnarsvæði.
Fundi slitið - kl. 16:50.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 1-7.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-7.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-9.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 9.