Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála 2022
Málsnúmer 202110003Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála (bókhaldslykli 09) til samræmis við útgefinn ramma. Ennfremur kynnti hann minnisblað um áætlaðan kostnað við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun komandi árs að ný sveitarstjórn vilji hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili. Núverandi aðalskipulag tók gildi árið 2010 frá því að það skipulag tók gildi hafa ýmsar forsendur breyst. Ný sveitarstjórn skal lögum samkv. taka ákvörðun í upphafi kjörtímabils hvort hún telji tilefni til endurskoðunar aðalskipulags.
Ráðið telur æskilegt að gera ráð fyrir auknu fjármagni til skipulagsvinnu frá því sem tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa gerir ráð fyrir. Það myndi gera nýrri sveitarstjórn kleift að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði það niðurstaða hennar. Ráðið leggur því til við byggðaráð að rammi skipulags- og byggingarmála verði aukinn um 3 milljónir sem bættist þá við aðalskipulagsvinnu (09-221). Ráðið samþykkir að öðru leiti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að fjárhagsáætlun og vísar henni til umfjöllunar byggðaráðs.
Ráðið telur æskilegt að gera ráð fyrir auknu fjármagni til skipulagsvinnu frá því sem tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa gerir ráð fyrir. Það myndi gera nýrri sveitarstjórn kleift að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði það niðurstaða hennar. Ráðið leggur því til við byggðaráð að rammi skipulags- og byggingarmála verði aukinn um 3 milljónir sem bættist þá við aðalskipulagsvinnu (09-221). Ráðið samþykkir að öðru leiti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að fjárhagsáætlun og vísar henni til umfjöllunar byggðaráðs.
2.Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022
Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer
Til umræðu er útgönguspá fyrir árið 2021 og rekstraráætlun fyrir árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 10 Umferðar og samgöngumál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 10.551.412 krónur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 11 Umhverfismál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 6.637.631 krónu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 31 Eignasjóður og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 5.032.154 krónur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 57 Félagslegar íbúðir og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 4.251.497 krónur.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi áætlanir fyrir málaflokka 8 Hreinlætismál og 33 Þjónustumiðstöð.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar öllum áætlunum til umræðu í byggðarráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 11 Umhverfismál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 6.637.631 krónu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 31 Eignasjóður og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 5.032.154 krónur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 57 Félagslegar íbúðir og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 4.251.497 krónur.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi áætlanir fyrir málaflokka 8 Hreinlætismál og 33 Þjónustumiðstöð.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar öllum áætlunum til umræðu í byggðarráði.
3.Leigutekjur og starfsemi í Túni sl. 10 ár
Málsnúmer 202109148Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi óskar eftir minnisblaði er varða leigutekjur og starfsemi í Túni á Húsavík síðastliðin 10 ár.
Fyrir liggur minnisblað sem er lagt fram til kynningar
4.Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022
Málsnúmer 202109131Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur tillaga frá framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gjaldskrá, Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022 . Tillagan gerir ráð fyrir 3,5% hækkun frá yfirstandandi ári.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs til umfjöllunar og sveitarstjórn til samþykktar.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Jónas Einarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 2-4.
Ketill Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 2-4.
Smári Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 2-4.