Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

143. fundur 10. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Þórey Edda Elísdóttir frá Verkís til að kynna teikningar af nýju húsi
fyrir frístund og félgasmiðstöð barna.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakka Þóreyju Eddu fyrir yfirferðina á teikningum á nýju húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð. Ráðið vísar teikningunum til kynningar í fjölskylduráði.

2.Beiðni um umsögn vegna aukningu á framleiðslu hjá Fiskeldinu Haukamýri

Málsnúmer 202210095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð framkvæmd vegna stækkunar fiskeldis í Haukamýri sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif skv. þeim viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfsmat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun tilkynnti þessa ákvörðun sína 19. desember s.l.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar var lögð fram.

3.Deiliskipulag Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 202202058Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 20. desember s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um athugasemdir sem bárust við kynningu deiliskipulags fiskeldis í Haukamýri við Húsavík. Á fundinum fól ráðið skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingum deiliskipulagstillögunnar á grundvelli afstöðu ráðsins til einstakra athugasemda eins og nánar er bókað í fundargerðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi til samræmis við bókun ráðsins frá 20. desember.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur breytingar skipulagstillögunnar til samræmis við bókun ráðsins 20. desember og leggur því til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku deiliskipulagsins.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir lyftu við Hótel Norðurljós

Málsnúmer 202212064Vakta málsnúmer

Hótel Norðurljós ehf óskar eftir byggingarleyfi fyrir lyftuhúsi og stiga á SV-hlið hússins að Aðalbraut 2 á Raufarhöfn. Jafnframt verði núverandi stigi á NA-hlið fjarlægður. Fyrir liggja teikningar af breytingunum unnar af AVH.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

5.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Aðalbraut 55

Málsnúmer 202212065Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Aðalbraut 55 óska eftir að gerður verði lóðarsamningur vegna lóðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti frumdrög að lóðarblaði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að húseigendum verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.

6.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Höfðaveg 5

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Þann 27. október s.l. samþykkti sveitarstjórn að gefa út lóðarleigusamning fyrir heildarlóð að Höfðavegi 5 til samræmis við deiliskipulag. Við nánari úrvinnslu málsins hefur komið í ljós að heppilegast er að gera ráð fyrir sjálfstæðri lóð undir hvert hús á svæðinu. Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa, að höfðu samráði við lóðarhafa, að uppskiptingu Höfðavegar 5 í þrjár lóðir, Höfðaveg 5, 5a og 5b.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að húseigendum á svæðinu verði boðnir lóðarsamningar á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Fylgiskjöl:

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Naustagarð 2

Málsnúmer 202301005Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir köldu skýli vestan við aðalbyggingu lóðarinnar. Byggingin hefur þegar verið byggð á grundvelli stöðuleyfis.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur viðbygginguna í samræmi við ákvæði deiliskipulags og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir henni.

8.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202210111Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar uppgjör á kostnaði við refa- og minkaveiði fyrir árið 2023. Einnig eru endurnýjun á samningum og bréf frá Æðarræktafélagi Íslands til kynningar.


Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Æðarræktarfélagi Íslands fyrir bréfið og felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að svara bréfinu. Einnig felur ráðið framkvæmda-og þjónustufulltrúa að auglýsa þau svæði sem ekki voru endurnýjuð.

9.Sundlaugin í Lundi - Verðtilboð

Málsnúmer 202210043Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur frumkostnaðarmat vegna viðhalds á sundlauginni í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari gagna og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 15:00.