Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

29. fundur 19. desember 2024 kl. 12:00 - 13:50 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir hafnarstjóri
  • Bergur Elías Ágústsson
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason Fjármálastjóri
Dagskrá
Undir máli nr.1, sat fundinn Magni Þór Geirsson frá Íslandsþara ehf.

1.Íslandsþari ehf.- staða verkefnisins

Málsnúmer 202101132Vakta málsnúmer

Á fund stjórnar Hafnasjóðs kemur Magni Þór Geirsson frá Íslandsþara ehf. og kynnir vænt áhrif sem starfsemi félagsins hefur á Hafnasjóð Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar Magna fyrir góða kynningu á verkefninu og þeim uppbyggingar áformum sem Íslandsþari hefur í Norðurþingi. Allar forsendur benda til þess að verkefnið muni skila verulegum tekjum til samfélagsins í Norðurþingi og einnig umtalsverðum beinum tekjum til Hafnarinnar og Orkuveitu Húsavíkur. Áhætta sveitarfélagsins og kostnaður sveitarsjóðs af verkefninu er óverulegur.

2.Hvalaskoðun farþegafjöldi árið 2024

Málsnúmer 202412046Vakta málsnúmer

Á árinu 2024 fóru 112.666 manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík sem er um 15% samdráttur frá árinu 2023 sem var stærsta árið frá upphafi siglinga. Helsta ástæða samdráttar á milli ára er að fyrirtækin þurftu að fella niður mikið af ferðum vegna óvenjulegs tíðarfars undangengið sumar. Þróun farþegafjölda frá árinu 2016 má sjá á meðfylgjandi stöplariti. Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir á þessu ári.

Hafnasjóður Norðurþings framkvæmdi töluvert á árinu til að bæta aðstöðu til að þjónusta farþega við höfnina og má þar m.a. nefna að sett var niður ný flotbryggja á miðhafnarsvæðinu sem er mun lengri og breiðari en þær flotbryggjur sem fyrir eru.
Lagt fram til kynningar.

3.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál frá rekstrarstjóra hafna vegna fjárfestinga og framkvæmda.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundagerðir 2024

Málsnúmer 202401125Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur fundargerð 467. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands haldinn 11. nóvember sl.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:50.