Fara í efni

Aðalskipulagsgerð í Norðurþingi kynnt á samráðsfundi

Á árlegum samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál sem haldinn var í Keflavík 7. og 8. maí sl. kynntu Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Sigmar Metúsalemsson ráðgjafar hjá Alta vinnu við aðalskipulag Norðurþings. Þau fóru í gegnum greiningu á náttúru, minjum og landslagi í dreifbýli sveitarfélagsins og nálgun við stefnumörkun á grundvelli þeirrar greiningar.

Á árlegum samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál sem haldinn var í Keflavík 7. og 8. maí sl. kynntu Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Sigmar Metúsalemsson ráðgjafar hjá Alta vinnu við aðalskipulag Norðurþings. Þau fóru í gegnum greiningu á náttúru, minjum og landslagi í dreifbýli sveitarfélagsins og nálgun við stefnumörkun á grundvelli þeirrar greiningar.

Stefnumörkunin miðar að heilbrigðum vistkerfum, sjálfbærri auðlindanýtingu og fjölbreyttu búsetulandslagi.  Einnig voru tillögur að stefnu og skipulagsramma fyrir miðbæ Húsavíkur kynntar. 

Glærur frá kynningunni má sjá hér.