Framgangur vinnu við aðalskipulag Norðurþings
Tillaga að Aðalskiplagi Norðurþings 2009-2029 var kynnt á opnum fundi á Húsavík 8. febrúar sl.
Þar var farið yfir forsendur og meginstefnu tillögunnar en hún skiptist í þrjá megin hluta: 1) Stefnu í öllum helstu málaflokkum sem sveitarfélagið starfar á, 2) skipulag dreifbýlis og 3) skipulag þéttbýlis. Einnig hefur verið unnin umhverfisskýrsla fyrir tillöguna í samræmi við lög um umhverfismat áætlana. Glærur frá kynningarfundinum má nálgast hér.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 18. febrúar sl. að leggja til við sveitarstjórn að aðalskipulagstillagan yrði auglýst að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga. Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum 23. febrúar sl.
Aðalskipulagstillagan er nú í skoðun hjá Skipulagsstofnun og verður hún auglýst þegar þeirri skoðun er lokið sem reiknað er með að verði í lok mars. Þegar tillagan hefur verið formlega auglýst, þá hafa íbúar og aðrir hagsmunaaðilar 6 vikna frest til þess að kynna sér skipulagsgögnin og gera athugasemdir við tillöguna. Þetta verður auglýst nánar þegar þar að kemur.