Kynning skipulags- og matslýsinga vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings og tveggja deiliskipulaga
17.12.2013
Tilkynningar
Bæjarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 17.
desember 2013 að kynna eftirfarandi skipulags- og matslýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
- Skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og gerðar deiliskipulags fyrir lóð undir ferðaþjónustu í landi Krossdals í Kelduhverfi. Fyrirhuguð er bygging gistiskála í landi Krossdals um 200 m NV af ferðaþjónustusvæði í Skúlagarði, á um 3 ha lóð. Svæðið er landbúnaðarland skv. gildandi aðalskipulagi en yrði breytt í þjónustusvæði með breytingunni. Í deiliskipulagi verði skilgreindar heimildir til bygginga innan svæðisins. Aðkoma að ferðaþjónustusvæði verði um núverandi veg að aflögðu fiskeldi.
- Skipulags- og matslýsingu fyrir 2. áfanga deiliskipulag iðnaðarsvæðis að Bakka. Um er að ræða 6,6 ha svæði milli fyrirhugaðs spennivirkis Landsnets og Bakkaár austan þjóðvegar. Á þessu stigi er gert ráð fyrir að svæðinu verði skipt upp í þrjár iðnaðarlóðir.
Skipulags- og matslýsingar þessar eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsingarnar er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 7. janúar 2014. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi