Fara í efni

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna nýs deiliskipulags iðnaðasvæðis I5 og sorpförgunarsvæðis S2 að Hrísmóum auk kynningar frumhugmynda

Bæjarráð Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 16. júlí 2015 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna nýs deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði I5 og sorpförgunarsvæði S2 að Hrísmóum.

Í gildi er deiliskipulag fyrir hluta svæðisins undir heitinu “Iðnaðasvæði í suðurbæ” sem samþykkt var í bæjarstjórn Húsavíkurbæjar 2. september 1997 og þegar hafa verið byggð nokkur hús á grundvelli þess skipulags.  Í nýrri skipulagstillögu verður afmörkun skipulagssvæðis breytt og lóðum fjölgað.  Skipulagstillögunni er ætlað að fjalla um  áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu.

 

Skipulags- og matslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 10. ágúst 2015.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

 

Ennfremur er boðað til kynningarfundar skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga á tillögu að deiliskipulaginu á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, mánudaginn 27. júlí n.k. milli kl. 14 og 16. 

 

 

Húsavík 17. júlí 2015

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi