Fara í efni

Kynningar á skipulags- og matslýsingum í Norðurþingi

Bæjarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2015 að kynna eftirfarandi skipulags- og matslýsingar skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010:

 

  1. Skipulags- og matslýsingu breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna landnotkunar á Húsavíkurhöfða.  Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felur í sér breytingu athafnasvæðis A1, eins og það er afmarkað í gildandi aðalskipulagi, í verslunar- og þjónustusvæði.  Jafnframt yrði svæðið lítillega stækkað til vesturs við Húsavíkurvita til samræmis við hugmyndir um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu.
  2. Skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag hluta fyrrgreinds verslunar- og þjónustusvæðis á Húsavíkurhöfða. Skipulagssvæðið er um 2,9 ha að flatarmáli og afmarkast í grófum dráttum af brún Húsavíkurhöfða við Húsavíkurvita og núverandi vegi út á höfðann. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að stuðla að uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu með því að afmarka lóðir og byggingarreiti og skilgreina byggingarskilmála fyrir sjóböð og heilsutengda gistiaðstöðu.

 

Skipulags- og matslýsingar þessar eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) jafnframt því sem þær hanga til kynningar á bæjarskrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsingarnar er bent á að koma þeim á framfæri fyrir 21. maí 2015.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is). 

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi