Fara í efni

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 Háspennulínur, Reykjaheiðarvegur og iðnaðarlóð á Bakka Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Ath. Uppdráttur 3 hér fyrir neðan hefur verið uppfærður.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 Háspennulínur, Reykjaheiðarvegur og iðnaðarlóð á Bakka

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Ath. Uppdráttur 3 hér fyrir neðan hefur verið uppfærður.

Breytingin felst í nánari útfærslum á stefnu gildandi aðalskipulags varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir innan Norðurþings sem ákvarðaðar hafa verið í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum.  Breytingar eru gerðar á staðsetningu háspennulína, veglínu Reykjaheiðarvegar og iðnaðarlóð við Bakka stækkuð.  Staðsetning háspennulína var ákvörðuð með svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.  Einnig er nú mörkuð stefna um 11 efnistökusvæði vegna virkjunarvegar og háspennulína.

Breytingartillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá og með miðvikudeginum 25. nóvember n.k.  til og með miðvikudagsins 23. desember.  Tillagan verður einnig til sýnis á heimasíðu Norðurþings.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna.  Frestur til að skila inn athugasemdum er til miðvikudagsins 6. janúar 2010.  Skila skal athugasemdum á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings.  Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni.

Fylgiskjöl:

Greinargerð um breytingu á aðalskipulagi

Umhverfisskýrsla - viðauki við breytingar á aðalskipulagi

Uppdráttur 1

Uppdráttur 2

Uppdráttur 3  (uppfært 30.11)

 

Húsavík 25. nóvember 2009
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings