Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og samsvarandi nýju deiliskipulagi norðurhafnar á Húsavík
- Breyting aðalskipulags norðurhafnar á Húsavík. Breytingin felst f.o.f. í nýrri 1,7 ha landfyllingu innan norðurhafnar (reitur H2), lengingu viðlegukants Bökugarðs til norðurs, lítillega breyttri útfærslu brimvarnar við Bökugarð og breyttri landnotkun tveggja lóða á Naustagarði vegna aukinna umsvifa ferðaþjónustu. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einum uppdrætti á blaðstærð A3.
- Deiliskipulag norðurhafnar. Skipulagstillagan felst í sameiningu tveggja eldri deiliskipulagsuppdrátta ásamt breytingum innan beggja skipulagssvæða. Mesta breytingin felst í skipulagsskilmálum fyrir fyrirhugaða nýja 1,7 ha landfyllingu í norðurhöfn við lóð Eimskips. Þar er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum og byggingarreitum auk athafnasvæða. Þar yrðu heimilaðar allt að átta metra háar byggingar. Einnig er gert ráð fyrir athafnasvæðum og byggingarlóðum á uppfyllingu vestur af lóð Eimskip. Skilgreind er lóð utan um slippinn í Naustafjöru og skilgreindur byggingarreitur þar fyrir aðstöðuhús sem gæti orðið allt að átta metra hátt. Skipulagstillagan felst í skipulagsuppdrætti í blaðstærð A1 ásamt sjálfstæðri greinargerð og umhverfisskýrslu.
Skipulagstillögurnar eru að mestu eins og tillögur fyrir sama svæði sem auglýstar voru í október s.l. Þó er búið að gera nokkrar smávægilegar lagfæringar á skipulagstillögunum auk þess sem flatarmál fyrirhugaðrar nýrrar fyllingar innan hafnar hefur verið minnkað úr 1,9 ha í 1,7 ha.
Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 28. nóvember 2014 til og með 9. janúar 2015. Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með föstudagsins 9. janúar 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.
Húsavík 25. nóvember 2014
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi