Fara í efni

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og samsvarandi nýju deiliskipulagi efnistökusvæðis E26-A í Skurðsbrúnum við Húsavík

Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur.

 

  1. Breyting aðalskipulags vegna nýs efnistökusvæðis E26-A í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur.  Breytingin felst í skilgreiningu nýs efnistökusvæðis E26-A í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls.  Í stað nýja efnistökusvæðisins er fellt út úr aðalskipulagi efnistökusvæðið E26 á sama svæði.  Áætlað er að taka megi úr nýrri námu allt að 149.900 m³ af efni á allt að 49.900 m² svæði.  Efni sem fyrirhugað er að taka úr námunni er klöpp sem f.o.f. er ætluð til hafnargerðar, vegagerðar og sem fyllingarefni.  Náma yrði í lítt grónu holti sem ekki er talið hafa sérstakt verndargildi.  Á hinn bóginn er efnistökusvæðið inni á vatnsverndarsvæði um uppsprettur Bakkaár. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A3.
  2. Deiliskipulag efnistökusvæðis E26-A í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur.  Skipulagstillagan felst í nánari útfærslu en gert er í tillögu að aðalskipulagsbreytingu á því hvernig gengið verði um efnistökusvæði E26-A.  Afmörkun svæðisins er skilgreind og gerð grein fyrir vegtengingu frá efnistökusvæði að þjóðvegi nr. 85.  Námuvegur verður um 2,8 km langur, 7 m breiður og fellur að mestu saman við fyrirhugaðan línuveg.  Settir eru skilmálar um fyrirkomulag efnisvinnslunar þar sem m.a. er tekið tillit til vatnsverndar.  Gert er ráð fyrir að náman verði nýtt til ársins 2030 og skilmálar settir um frágang hennar í verklok.  Í umhverfisskýrslu skipulagstillögunnar er fjallað um rask sem fylgir efnistökunni og vegtengingu sem og áhrif efnisflutninga á samfélagið.   Skipulagstillagan ásamt greinargerð með umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A1.

 

Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 21. maí 2015 til og með 3. júlí 2015.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með föstudeginum 3. júlí 2015.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir. 

 

 

Húsavík 15. maí 2015

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi