Tillaga að breytingu deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík
Skipulags- og framkvæmdaráð, samþykkti á fundi sínum þann 24.9.2024 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir skólasvæði á Húsavík skv. 1 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér skilgreiningu nýs byggingarreits norðaustan Borgarhólsskóla vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar húss fyrir starfsemi frístundar. Húsið yrði á einni hæð auk kjallara, með tvíhalla þaki og mænishæð að hámarki 6 m yfir gólfkóta jarðhæðar. Hámarksgrunnflötur húss væri 500 m² fyrir hvora hæð. Einnig er gert ráð fyrir tengigöngum úr kjallara nýbyggingar yfir í Borgarhólsskóla og að íþróttahöll. Nýtingarhlutfall lóðar Skólagarðs 1 hækkar úr 04 í 0,45. Skipulagstillagan inniheldur aðrar minniháttar breytingar.
Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A1. Sjá hér.
Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagsins er frá 03. október 2024 til 14. nóvember 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 14. nóvember 2024. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 1167/2024 eða á nordurthing@nordurthing.is.
Húsavík 25. september 2024
Skipulagsfulltrúi Norðurþings