Æskulýðs- og menningarnefnd
Dagskrá
1.Unglingalandsmót 2020 & Landsmót UMFÍ 50 2019
Málsnúmer 201702040Vakta málsnúmer
Ungmennafélag Íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að
taka að sér undirbúning og framkvæmd 23.Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður
árið 2020 og 9. Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið verður árið 2019.
taka að sér undirbúning og framkvæmd 23.Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður
árið 2020 og 9. Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið verður árið 2019.
Æskulýðs - og menningarnefnd telur sveitarfélagið ekki í stakk búið að taka á móti Unglingalandsmóti UMFÍ miðað við umfang og stærð mótsins. Landsmót 50 var haldið á Húsavík árið 2014 og því ekki tímabært að sækja um það aftur að svo stöddu.
2.Samningamál íþróttafélaga 2017 - Golfklúbburinn Gljúfri
Málsnúmer 201701100Vakta málsnúmer
Golfklúbburinn Gljúfri hefur óskað eftir að endurnýja samstarfs og styrktarsamning sinn við sveitarfélagið endurnýjaðan. Fyrir nefndinni liggja samningsdrög til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samning og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.
3.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut
Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer
Verðkönnun hefur verið gerð hjá nokkrum söluaðilum vatnsrennibrauta á Íslandi.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að Íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið í samstarfi við framkvæmdafulltrúa Norðurþings að kostnaðargreina og útfæra tilboð frá Sport tæki ehf. og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Jafnframt er erindinu vísað til framkvæmdanefndar.
Jafnframt er erindinu vísað til framkvæmdanefndar.
4.Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík
Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer
Á 7. fundi Æskulýðs- og menningarnefndar þann 17.janúar síðastliðin var Íþrótta- og tómstundarfulltrúa falið að vinna greinargerð um mögulegar breytingar á starsemi Túns til að hægt sé að veita Rannsóknarsetri HÍ aðgang að húsinu.
Greinargerðin er lögð fram til kynningar.
Fyrir nefndinni liggur fyrir að taka afstöðu til mögulegra breytinga á starfsemi frístundar.
Greinargerðin er lögð fram til kynningar.
Fyrir nefndinni liggur fyrir að taka afstöðu til mögulegra breytinga á starfsemi frístundar.
Æskulýðs- og menningarnefnd fer þess á leit við fræðslunefnd að frístund verði fundinn staður innan veggja Borgarhólsskóla frá og með haustönn 2017 svo framarlega sem starfsemin hafi sitt eigið rými innan skólans.
Varðandi ósk byggðarráðs um að leigja Rannsóknarsetri HÍ Tún er ekki hægt að taka afstöðu til þeirrar beiðni fyrr en framangreind leið hefur verið könnuð til hlítar.
Nefndin felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Málinu er vísað til fræðslunefndar.
Varðandi ósk byggðarráðs um að leigja Rannsóknarsetri HÍ Tún er ekki hægt að taka afstöðu til þeirrar beiðni fyrr en framangreind leið hefur verið könnuð til hlítar.
Nefndin felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Málinu er vísað til fræðslunefndar.
Fundi slitið - kl. 17:30.