Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
Olga Gísladóttir varafulltrúi í bæjarráði sat símafund frá Öxarfirði.
1.Markaðsskrifstofa Norðurlands, ósk um endurnýjun á samningi
Málsnúmer 201312011Vakta málsnúmer
Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Markaðstofu Norðurlands, Arnheiður Jóhannsdóttir og Gunnar Jóhannesson en þau fóru yfir og kynntu starfsemi skrifstofunnar. Kynnt voru verkefni, vinnusvæði og áherslur. Markmið og hlutverk er að taka þátt í og móta ímynd Norðurlands sem ferðamannasvæði. Aðstoða hagsmunaaðila, hvetja til nýsköpunar ásamt ráðgjöf og fleira svo eitthvað sé nefnt. Bæjarráð þakkar fulltrúum skrifstofunnar fyrir góða kynningu. Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í verkefnum Markaðstofunnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi á sambærilegum forsendum og gilt hefur til þessa.
2.810. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201311144Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 810. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Álagning gjalda 2014
Málsnúmer 201311087Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkir að fella út úr álagningargjaldskrá seyrulosunargjald á rotþrær. Framvegis verður gjald fyrir seyrulosun innheimt samkvæmt raunkostnaði. Öðrum liðum álagningarinnar er frestað til næsta fundar.
4.Fundargerðir Eyþings 2013
Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 249. fundar stjórnar Eyþings. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Hótel Norðurljós, ársreikningur 2012
Málsnúmer 201312010Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur ársreikningur Hótel Norðurljósa ehf. ásamt leigusamningi. Lagt fram til kynningar.
6.Leigufélag Hvamms ehf. beiðni um hlutafjáraukningu
Málsnúmer 201312003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi til afgreiðslu frá Leigufélagi Hvamms ehf. Aðalfundur Leigufélagsins Hvamms ehf. samþykkt þann 18. septermber s.l. að auka hlutafé félagsins um 10 mkr. króna með innborgun á árinu 2013 á genginu 1. Hlutafjáraukningin skiptist hlutfallslega í samræmi við eignarhald sveitarfélaganna og verði að fullu greidd til félagsins fyrir lok árs 2013. Bæjarráð samþykkir beiðni félagsins um hlutafjáraukningu.
7.3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2015 - 2017
Málsnúmer 201311015Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árin 2015 - 2017. Lagt fram til kynningar.
8.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 - samstæða
Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.