Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Aðalfundur Eyþings 2017 á Siglufirði
Málsnúmer 201711011Vakta málsnúmer
Boðað er til aðalfundar Eyþings 10. og 11. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.
2.AÞ rekstraráætlun 2018
Málsnúmer 201711012Vakta málsnúmer
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hefur samþykkt rekstraráætlun fyrir árið 2018 og felur áætlunin m.a. í sér tillögu að framlögum sveitarfélaganna til félagsins sem gerð er grein fyrir í áætluninni. Óskað er eftir að tilkynnt verði um afgreiðslu þegar hún liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir framlagða rekstraráætlun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir árið 2018.
3.Ágóðahlutagreiðsla 2017
Málsnúmer 201711014Vakta málsnúmer
Stjórn EBÍ hefur ákveðið að greiddar verði út 50 milljónir til aðildarsveitarfélaganna fyrir árið 2017. Hlutur Norðurþings er 2,335% og verður því 1.167.500 krónur.
Lagt fram til kynningar.
4.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2018
Málsnúmer 201710196Vakta málsnúmer
Stígamót óska eftir samstarfi um rekstur samtakanna og skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með samtökunum.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Stígamót um 100.000 krónur.
5.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2018
Málsnúmer 201710197Vakta málsnúmer
Vegna aukinnar aðsóknar í Kvennaathvarfið hefur þurft að fjölga starfsfólki og reynt að auka fjölbreytni í þjónustu nokkuð, t.d. hefur verið ráðinn lögfræðingur í hlutastarf til að aðstoða konur við að ráða fram úr málum sínum. Í ljósi þessa er farið fram á að Kvennaathvarfinu verði veittur rekstrarstyrkur fyrir komandi starfsár að fjárhæð 150.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 100.000 krónur.
6.Vörugjöld bíaleigubíla og skoðun á skattbyrgði bílaleigufyrirtækja
Málsnúmer 201710203Vakta málsnúmer
Samtök ferðaþjónustunnar vekja athygli á auknum álögum á bílaleigur frá og með næstu áramótum en þá fara bílaleigubílar í efsta þrep vörugjalda.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir Eyþings 2016-2017
Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 300. fundar Eyþings.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201702033Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
9.Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið
Málsnúmer 201711020Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur skýrsla númer 2 um verkefnið Norðurstrandarleið.
Lagt fram til kynningar.
10.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018
Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar og vinnuna framundan. Á fundinn koma sviðsstjórar fræðslumála og framkvæmda.
Byggðarráð ræddi fjárhagsáætlunarvinnu.
Fundi slitið - kl. 10:00.