Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Guðjartur Ellert Jónsson tók þátt í fundinum í gegnum síma.
1.Álagning gjalda 2019
Málsnúmer 201810122Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja forsendur gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Byggðarráð vísar álagningu gjalda til staðfestingar í sveitarstjórn með þeirri breytingu að sorphirðugjöld verði óbreytt frá fyrra ári kr. 46.117.
Bergur Elías Ágústsson og Guðbjartur Ellert Jónsson óska bókað:
Bent skal á að fyrirliggjandi tillögur þýða 15,4% hækkun á heimili að meðaltali.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Silja Jóhannesdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson óska bókað:
Bent skal á að fasteignamat í Norðurþingi hefur hækkað um 72,3% frá 2017-2019.
Bergur Elías Ágústsson og Guðbjartur Ellert Jónsson óska bókað:
Bent skal á að fyrirliggjandi tillögur þýða 15,4% hækkun á heimili að meðaltali.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Silja Jóhannesdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson óska bókað:
Bent skal á að fasteignamat í Norðurþingi hefur hækkað um 72,3% frá 2017-2019.
2.Fyrirspurn um samningamál Völsungs 2019
Málsnúmer 201812021Vakta málsnúmer
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir því að Stjórn og framkvæmdastjóri Völsungs mæti á næsta fund byggðarráðs sem fyrirhugaður er 11. desember 2018.
Greinargerð: Samkvæmt þeim upplýsingum sem fulltrúi B lista hefur fengið þá hefur ekki verið gengið frá samstarfssamningi milli Völsungs og sveitafélagsins Norðurþings. Samstarfssamningurinn hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma en ekki verið lokið nokkrum dögum áður en stefnt er að taka til umfjöllunnar fjárhagsáætlun Norðurþing til síðari umræðu fyrir árið 2019. Völsungur en af megin stoðum uppeldis, æskulýðs og félagsstarfs í sveitarfélaginu. Í ljósi þessa er ákaflega mikilvægt að fyrir liggi hvar staða þessa máls er áður en umfjöllun fjárhagsáætlun veriði tekin fyrir og afgreidd.
Greinargerð: Samkvæmt þeim upplýsingum sem fulltrúi B lista hefur fengið þá hefur ekki verið gengið frá samstarfssamningi milli Völsungs og sveitafélagsins Norðurþings. Samstarfssamningurinn hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma en ekki verið lokið nokkrum dögum áður en stefnt er að taka til umfjöllunnar fjárhagsáætlun Norðurþing til síðari umræðu fyrir árið 2019. Völsungur en af megin stoðum uppeldis, æskulýðs og félagsstarfs í sveitarfélaginu. Í ljósi þessa er ákaflega mikilvægt að fyrir liggi hvar staða þessa máls er áður en umfjöllun fjárhagsáætlun veriði tekin fyrir og afgreidd.
Á fundinn mættu Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs.
Byggðarráð þakkar Kjartani og Jónasi Halldóri fyrir komuna og góða yfirferð yfir samningamálin.
Það er ánægjulegt og mikilvægt að það sjái til lands í samningaviðræðum Norðurþings og Völsungs um rekstrarsamning fyrir árið 2019 og að samningurinn verði lagður fyrir fjölskylduráð á næsta fundi til samþykktar.
Byggðarráð þakkar Kjartani og Jónasi Halldóri fyrir komuna og góða yfirferð yfir samningamálin.
Það er ánægjulegt og mikilvægt að það sjái til lands í samningaviðræðum Norðurþings og Völsungs um rekstrarsamning fyrir árið 2019 og að samningurinn verði lagður fyrir fjölskylduráð á næsta fundi til samþykktar.
3.Endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands
Málsnúmer 201809107Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur þjónustusamningur Norðurþings við Markaðsstofu Norðurlands fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021.
Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
4.Fundagerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201802023Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.
5.Allsherjar- og menntamálanefnd: til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.
Málsnúmer 201812019Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
6.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 7. og 8. funda hverfisráðs Raufarhafnar frá 7. og 19. nóvember s.l.
Byggðarráð vísar erindum um lýsingu, hjartastuðtæki og skoðun á húsnæði eldri borgara til skipulags- og framkvæmdaráðs.
7.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019
Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2021.
Guðbjartur Ellert Jónsson vék af fundi kl. 11:08.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn í samræmi við framlögð drög númer 10 með þeirri breytingu sem ákvörðun um álagningu gjalda felur í sér.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn í samræmi við framlögð drög númer 10 með þeirri breytingu sem ákvörðun um álagningu gjalda felur í sér.
Fundi slitið - kl. 11:15.