Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

455. fundur 01. febrúar 2024 kl. 08:30 - 10:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

Ingibjörg Hanna vék af fundi undir lið nr. 8

1.Skólamötuneyti Húsavíkur - Ósk um viðauka

Málsnúmer 202401088Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um viðauka. Á 174. fundi fjölskylduráðs 23.01.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar til samþykktar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að fjárhæð 4.864.537 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup könnun

Málsnúmer 202310010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða Gallup úr þjónustu könnun Norðurþings vegna ársins 2023.
Byggðarráð vísar niðurstöðum könnunarinnar til sveitarstjórnar og til birtingar á vef sveitarfélagsins.

3.Verkefnastjóri Grænn Iðngarður

Málsnúmer 202210030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að skipa stjórn félagsins Græns Iðngarðs á Bakka ehf. og yfirfara samþykktir félagsins.

Á síðasta fundi ráðsins var bókað; Ráðið felur sveitarstjóra að vinna að stofnun þróunarfélags í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins.
Byggðarráð skipar í stjórn Græns Iðngarðs á Bakka ehf. Hafrúnu Olgeirsdóttur, Hjálmar Boga Hafliðason og Áka Hauksson í stjórn félagsins. Til vara verða Soffía Gísladóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Framkvæmdastjóri Bergþór Bjarnason.

4.Landskiki sunnan Þorvaldsstaðaár í Árbaugslág

Málsnúmer 202311024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja gögn um eignarhald á landskika í Árbaugslág sunnan Þorvaldsstaðaár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

5.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til upplýsinga staða á útboði nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík og viðræðum við Framkvæmdasýslu ríkiseigna og heilbrigðisráðuneytið í framhaldi af því.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis og framvindu á viðræðum við S.O.F. og heilbrigðisráðuneytið.

6.Endurskoðun á samþykkt Norðurþings um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráð liggja endanleg drög að uppfærðum samþykktum um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Einnig liggur fyrir byggðarráði endanleg drög að formi af erindisbréfi fyrir starfshópa sem sveitarstjórn eða önnur fastaráð stofna til.
Byggðarráð samþykkir uppfærð drög að Samþykkt um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings ásamt formi af erindisbréfi fyrir starfshópa og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Aðalfundur Norðurhjara ferðaþjónustusamtaka

Málsnúmer 202301049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð aðalfundar Norðurhjara, ferðaþónustusamtaka. Fundurinn verður haldinn kl. 19:00, fimmtudagskvöldið 22. febrúar næstkomandi á Bakkafirði.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 10. janúar sl.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar undir fundarlið 2) húsnæðisáætlun.
Ráðið vísar lið 4) gámasvæði Raufarhafnar til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Ráðið vísar lið 5) jarðhitaleit á og við Raufarhöfn til umfjöllunar hjá Orkuveitu Húsavíkur.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

9.Fundargerðir Leigufélags Hvamms ehf.2024

Málsnúmer 202305118Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Leigufélags Hvamms ehf. frá 12. desember 2023 og 23. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundur í fulltrúaráði Héraðsnefndar Þingeyinga

Málsnúmer 202401107Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga frá 29. janúar sl.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála við slit á Héraðsnefnd Þingeyinga eftir fund fulltrúaráðs þann 29.janúar sl.

Fundi slitið - kl. 10:10.