Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

474. fundur 05. september 2024 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í ágústmánuði.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur ágústmánaðar og aðra lykiltölur í rekstri sveitarfélagsins.

2.Viðauki vegna kostnaðar við vinnu við gerð stefnu og aðgerðaáætlun í íþrótta- og tómstundamálum

Málsnúmer 202408087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki að upphæð 4 m.kr.

Á 193.fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til umfjöllunar í byggðarráði.
Hafrún vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til umfjöllunar í sveitarstjórn.

3.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands 2024

Málsnúmer 202407050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærður listi yfir forgangsverkefni áfangastaðaáætlunnar 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn uppfærðum verkefnalista um forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar.

4.Ósk um umsögn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað, Dondi ehf.

Málsnúmer 202408079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsagnarbeiðni vegna sölu áfengis á framleiðslustað hjá Húsavík öl.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

5.Ósk um tækifærisleyfi vegna Hnitbjargar í tengslum við Skálmaldartónleika á Raufarhöfn

Málsnúmer 202408096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna viðburðar tengdum tónleikum Skálmaldar í félagsheimilinu Hnitbörgum aðfarnótt 8. september nk.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

6.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 19. ágúst sl.
Byggðarráð vísar eftirfarandi málum í neðangreindan farveg:
1. Sölumál eigna - ráðið þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir góða samantekt á afstöðu sinnu og hefur ábendingar ráðsins til hliðsjónar við ákvörðunartöku á næstu misserum.
2. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla umbeðinna upplýsinga og miðla áfram til hverfisráðs.
3. Bílhræ og annað drasl - byggðarráð þakkar góða ábendingu og felur sveitarstjóra að vera í samtali við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra um málið.
4. Vegur um Melrakkasléttu - byggðarráð felur sveitarstjóra að beita sér í málinu og vera í samtali við Vegagerðina.

7.Fréttabréf Húsavíkurstofu

Málsnúmer 202409004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar sumar fréttabréf Húsavíkurstofu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.