Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vefnum
Málsnúmer 202004024Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til kynningar nýjar verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vef Norðurþings. Reglurnar voru staðfestar á 110. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
2.Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla - Endurskoðun
Málsnúmer 202102155Vakta málsnúmer
Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla eru lagðar fram til endurskoðunar.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að afla frekari gagna og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi þess.
3.Páskaleyfi leikskólabarna - Niðurfelling á leikskólagjöldum
Málsnúmer 202103019Vakta málsnúmer
Undanfarin tvö ár hefur sveitarfélagið boðið foreldrum afslátt af vistunar- og fæðisgjöldum í desember sem lið í því að að gefa barnafjölskyldum sem og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra tækfæri til aukinnar samveru yfir hátíðirnar.
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort einnig eigi að bjóða foreldrum afslátt í dymbilviku páska.
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort einnig eigi að bjóða foreldrum afslátt í dymbilviku páska.
Fjölskylduráð samþykkir að veita foreldrum þeirra barna sem verða í fríi í dymbilviku afslátt á leikskólagjöldum sem því nemur. Ráðið felur fræðslufulltrúa að útfæra fyrirkomulag í samráði við leikskólastjórnendur og kynna fyrir foreldrum/forráðarmönnum.
4.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar, með rafrænu bréfi þann 23. febrúar sl., eftir umsögn á máli 141, frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr.91/2008 (kristinfræðikennsla).
Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0142.html
Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0142.html
Lagt fram til kynningar.
5.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202102146Vakta málsnúmer
Velferðarnefnd Alþingis óskar, með rafrænu bréfi þann 24. febrúar sl., eftir umsögn á máli 452, frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð).
Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 10. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0142.html
Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 10. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0142.html
Lagt fram til kynningar.
6.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021
Málsnúmer 202102118Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Samtökum um kvennaathvarfs þar sem óskað er eftir rekstarstyrki að upphæð 150.000 kr. fyrir árið 2021.
Erindið barst þann 10. febrúar í bréfpósti.
Málinu var frestað á 84. fundi ráðsins.
Erindið barst þann 10. febrúar í bréfpósti.
Málinu var frestað á 84. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir umbeðinn styrk að upphæð 150.000 kr. Ráðið felur félagsmálastjóra að ganga frá styrkveitingunni.
7.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings
Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun Norðurþings sem ber að endurskoða árlega eftir samþykkt hennar en hún var samþykkt á 48. fundi ráðsins og staðfest á 97. fundi sveitarstjórnar Norðurþings. Málinu var frestað á 83. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð hefur lokið árlegri endurskoðun Jafnréttisáætlunar Norðurþings og samþykkir núverandi áætlun óbreytta.
8.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021
Málsnúmer 202103004Vakta málsnúmer
Hafþór Hreiðarsson sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 200.000 kr vegna ljósmyndasýningar. Sýningin mun samanstanda af ljósmyndum frá Húsavík, jafnvel með Húsavíkurkirkju sem fókus.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Hafþóri Hreiðarssyni styrk úr Lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 75.000 kr.
9.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni
Málsnúmer 202010190Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um stöðu málsins. Málið var á dagskrá á 77., 78., og 81. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir upplýsingum um stöðu innviða samfélagsins er varðar móttöku flóttafólks, s.s. húsnæðismál, skólamál og heilsugæslu. Ráðið óskar eftir þessum upplýsingum á fundi þess í lok mars.
10.Rekstur tjaldsvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202103010Vakta málsnúmer
Íþróttafélagið Völsungur hefur óskað eftir því að taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík.
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að rekstrarsamningi á milli Norðurþings og Völsungs.
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að rekstrarsamningi á milli Norðurþings og Völsungs.
Fjölskylduráð fjallaði um drög að samningi á milli Norðurþings og Völsungs um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir nánari rekstrarupplýsingum frá Völsungi. Málinu er frestað þangað til að nánari gögn liggja fyrir.
Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
11.Vinnuskóli Norðurþings 2021
Málsnúmer 202103025Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag vinnuskóla Norðurþings sumarið 2021.
Vinnuskóli Norðurþings verður starfræktur í sumar fyrir krakka í 7., 8. og 9. bekk. Vinnutímabil og laun verða eftirfarandi:
Unglingar fæddir 2006 unnið er í 5 vikur, tímabil 7.júní til 9.júlí. Tímakaup: 1006 kr.
Unglingar fæddir 2007 unnið er í 4 vikur, tímabil 28.júní til 23 júlí. Tímakaup: 805 kr.
Unglingar fæddir 2008 unnið er í 3 vikur, tímabil 12.júlí til 30 júlí. Tímakaup: 604 kr.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa störfin.
Unglingar fæddir 2006 unnið er í 5 vikur, tímabil 7.júní til 9.júlí. Tímakaup: 1006 kr.
Unglingar fæddir 2007 unnið er í 4 vikur, tímabil 28.júní til 23 júlí. Tímakaup: 805 kr.
Unglingar fæddir 2008 unnið er í 3 vikur, tímabil 12.júlí til 30 júlí. Tímakaup: 604 kr.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa störfin.
12.Afreks og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2020
Málsnúmer 202103027Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur um afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Fjölskylduráð fór yfir gildandi reglur Afreks- og viðurkenningarsjóðs Norðurþings. Ráðið samþykkir reglurnar óbreyttar og eru þær sýnilegar á vef Norðurþings. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa eftir umsækjendum fyrir árið 2020.
https://www.nordurthing.is/static/files/reglur_og_samthykktir/reglur-afreks-og-vidurkenningarsjodur-nordurthings.pdf
https://www.nordurthing.is/static/files/reglur_og_samthykktir/reglur-afreks-og-vidurkenningarsjodur-nordurthings.pdf
Fundi slitið - kl. 15:40.
Fanney Hreinsdóttir f.h. félagsmálastjóra sat fundinn undir lið 6-7.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 8-9.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 9 (f.h. félagsmálastjóra) og 10-12.