Fara í efni

Fjölskylduráð

129. fundur 04. október 2022 kl. 10:25 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Rebekka Ásgeirsdóttir
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 6.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-5.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5.

Ingibjörg Hanna vék af fundi kl. 12:53.

1.Borgarhólsskóli - Starfsáætlun 2022-2023

Málsnúmer 202208090Vakta málsnúmer

Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur fram til kynningar starfsáætlun skólans 2022-2023.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

2.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir fjölskylduráði kostnaðarmat á tillögum starfshóps um bættar starfsaðstæður á Grænuvöllum.
Ingibjörg, Ingibjörg Hanna og Jóna Björg óska bókað: Í ljósi þess að illa hefur gengið að fullmanna leikskólann Grænuvelli og engar umsóknir borist eftir auglýsingar um starfsfólk í leikskólann á Kópaskeri fara fulltrúar M-, S- og V- lista fram á að starfsfólk allra leikskóla í Norðurþingi njóti forgangs varðandi leikskólapláss.
Fjölskylduráð vísar vinnuskjalinu til umræðu um fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2023.

3.Gjaldskrár fræðslusviðs 2023

Málsnúmer 202209126Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrár fræðslusviðs 2023. Lögð er til 7,5% hækkun gjaldskráa skólamötuneyta, leikskóla, Frístundar og Tónlistarskóla Húsavíkur samkvæmt spá Hagstofu Íslands um hækkun neysluvísitölu árið 2023.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrárnar og vísar þeim til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.

4.Erindi frá nemendum Borgarhólsskóla varðandi leiktæki á skólalóð

Málsnúmer 202110127Vakta málsnúmer

Nemendur í 7. bekk Borgarhólsskóla vilja fylgja eftir bréfi sem þau sendu bænum varandi skólalóðina fyrir um ári síðan.
Fjölskylduráð þakkar nemendum 7. bekkjar Borgarhólsskóla fyrir erindið. Á þessu ári var unnið að endurnýjun sparkvalla við skólann og nú er að hefjast vinna við hönnun skólalóðarinnar. Þegar hönnun liggur fyrir er hægt að fara í frekari kaup á leiktækjum á skólalóðina.

Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að hugmyndir nemenda verði hafðar til hliðsjónar við hönnun skólalóðarinnar.

5.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Á 134. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 27. september 2022 var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til umfjöllunar í fjölskylduráði.

Aldey, Áki og Ísak óska bókað:
Fulltrúar M-, S- og V- lista fagna umræðu um húsnæði undir frístund en á sama tíma erum við hugsi yfir hversu hægt þessu máli hefur fleytt fram. Einnig lýsum við yfir áhyggjum af samráðsleysi við hagsmunaaðila í þessu máli, skóla, frístundar og íþróttafélagsins Völsungs. Staða húsnæðismála fyrir Frístund hefur verið í ólestri allt of lengi og núverandi tillaga býr enn og aftur til húsnæðisvanda á meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum stendur. Æskilegt væri að móta heildstæða stefnu í skóla-, frístundar- og íþróttamálum samhliða þessari ákvörðun.
Ingibjörg, Ingibjörg Hanna og Jóna Björg fulltrúar V-, M- og S- lista fagna umræðu um húsnæði undir frístund en á sama tíma erum við hugsi yfir hversu hægt þessu máli hefur fleytt fram. Einnig lýsum við yfir áhyggjum af samráðsleysi við hagsmunaaðila í þessu máli, skóla, frístundar og íþróttafélagsins Völsungs. Staða húsnæðismála fyrir Frístund hefur verið í ólestri allt of lengi og núverandi tillaga býr enn og aftur til húsnæðisvanda á meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum stendur. Æskilegt væri að móta heildstæða stefnu í skóla-, frístundar- og íþróttamálum samhliða þessari ákvörðun. Það er gríðarlega mikilvægt að horft sé til framtíðar í málefnum barna og að gert verði ráð fyrir stækkun íþróttahallar til íþróttaiðkunnar.

Bylgja, Hanna og Helena óska bókað:
Undirritaðar vilja koma á framfæri vegna bókunar fulltrúa minnihlutans á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og nú í fjölskylduráði að fulltrúar skóla og frístundar áttu sæti í starfshópi sem fjallaði um húsnæðismál frístundar og skilaði af sér vinnuskjali þann 1. október 2021. Þá kemur fram í vinnuskjali síðari starfshóps sem fjallaði um málið og var skipaður sviðsstjórum ásamt fulltrúum úr meiri- og minnihluta að hópurinn leitaði ráðgjafar hjá forstöðumanni Borgarinnar, skólastjóra Borgarhólsskóla og forstöðumanni Frístundar og félagsmiðstöðvar. Áhyggjur af samráðsleysi teljum við því á veikum grunni reistar.

Fjölskylduráð fellst á að skipulags- og framkvæmdaráð vinni að kostnaðargreiningu á annars vegar niðurrifi á Túni og hins vegar viðbyggingu við vesturenda Íþróttahallarinnar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kanna afstöðu Íþróttafélagsins Völsungs til viðbyggingar við Íþróttahöllina.

6.Fjárhagsáætlun félagsþjónusta 2023

Málsnúmer 202209087Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2023. Launaáætlun og stöðugildi til umfjöllunar, sem og kostnaðarþáttaka sveitarfélaganna
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.