Heiðarbær veitingar sf., samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ
Málsnúmer 201511006
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 276. fundur - 20.12.2018
Leigusamningur um afnot Heiðarbæjar veitinga sf. af fasteigninni í Heiðarbæ rennur út 31. desember 2018. Samningurinn og framhald atvinnustarfseminnar í Heiðarbæjar er lagt til umræðu í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 283. fundur - 07.03.2019
Fyrir liggur að samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ milli Norðurþings og Heiðarbæjar veitinga sf. er útrunninn. Sameiginlegur áhugi beggja aðila er á að samningurinn verði framlengdur út september 2019.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að endurnýja samning við núverandi rekstraraðila á grunni eldri samnings og leggja fyrir byggðarráð til staðfestingar. Miðað er við að samningurinn gildi út september 2019.
Byggðarráð felur sveitarstjóra sömuleiðis að hefja undirbúning þess með hvaða hætti rekstri í Heiðarbæ verði háttað til framtíðar að þessum samningi loknum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra sömuleiðis að hefja undirbúning þess með hvaða hætti rekstri í Heiðarbæ verði háttað til framtíðar að þessum samningi loknum.
Byggðarráð Norðurþings - 302. fundur - 26.09.2019
Til umræðu í byggðarráði er framtíð rekstrar í Heiðarbæ í Reykjahverfi til næstu ára. Uppgjör við núverandi rekstraraðila mun liggja fyrir eigi síðar en 10. október n.k. og mun þá liggja fyrir hvort auglýst verði eftir nýjum rekstraraðilum.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 305. fundur - 17.10.2019
Á 302. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 26. september var til umræðu framtíð rekstrar í Heiðarbæ í Reykjahverfi. Nú liggur fyrir að núverandi rekstraraðili hefur áhuga á að halda áfram rekstri í Heiðarbæ fram til haustsins 2020.
Byggðarráð leggur til að gengið verði til samninga við núverandi rekstraraðila um rekstur Heiðarbæjar til haustsins 2020 og sveitarstjóra er falið að leggja fram samning til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis um framtíðarfyrirkomulag reksturs og/eða eignarhalds Heiðarbæjar frá hausti 2020.
Byggðarráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis um framtíðarfyrirkomulag reksturs og/eða eignarhalds Heiðarbæjar frá hausti 2020.
Byggðarráð Norðurþings - 309. fundur - 21.11.2019
Á 302. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 26. september var til umræðu framtíð rekstrar í Heiðarbæ í Reykjahverfi. Nú liggur fyrir að núverandi rekstraraðili hefur áhuga á að halda áfram rekstri í Heiðarbæ fram til haustsins 2020.
Á 305. fundi;
Byggðarráð leggur til að gengið verði til samninga við núverandi rekstraraðila um rekstur Heiðarbæjar til haustsins 2020 og sveitarstjóra er falið að leggja fram samning til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis um framtíðarfyrirkomulag reksturs og/eða eignarhalds Heiðarbæjar frá hausti 2020.
Á 305. fundi;
Byggðarráð leggur til að gengið verði til samninga við núverandi rekstraraðila um rekstur Heiðarbæjar til haustsins 2020 og sveitarstjóra er falið að leggja fram samning til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis um framtíðarfyrirkomulag reksturs og/eða eignarhalds Heiðarbæjar frá hausti 2020.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.