Upplýsandi skýrslur frá Þekkingarneti Þingeyinga
Málsnúmer 202001116
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020
Þekkingarnet Þingeyinga hefur gefið út þrjár skýrslur sem hagnýta má til grundvallar stefnumörkun og ákvarðanatöku á ýmsum sviðum. Skýrslurnar eru; samantekt á mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 2010-2019, niðurstöður viðhorfsrannsóknar um búsetugæði í Þingeyjarsýslum árið 2018 og samanburður við hliðstæða könnun frá 2009 og sú þriðja fjallar um niðurstöður rannsóknar um svæðisbundna stýringu hafsvæða með Skjálfanda sem raundæmi.
Þekkingarnetið býður upp á frekari kynningar á þessum skýrslum ef áhugi er á.
Þekkingarnetið býður upp á frekari kynningar á þessum skýrslum ef áhugi er á.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020
Þekkingarnet Þingeyinga hefur gefið út þrjár skýrslur sem hagnýta má til grundvallar stefnumörkun og ákvarðanatöku á ýmsum sviðum. Skýrslurnar eru; samantekt á mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 2010-2019 og niðurstöður viðhorfsrannsóknar um búsetugæði í Þingeyjarsýslum árið 2018 og samanburður við hliðstæða könnun frá 2009.
Sú þriðja fjallar um niðurstöður rannsóknar um svæðisbundna stýringu hafsvæða með Skjálfanda sem raundæmi. Þar er tekið á skipulagi haf- og strandsvæða og ferlinu í kringum það. Skýrslan liggur hér fyrir til kynningar.
Sú þriðja fjallar um niðurstöður rannsóknar um svæðisbundna stýringu hafsvæða með Skjálfanda sem raundæmi. Þar er tekið á skipulagi haf- og strandsvæða og ferlinu í kringum það. Skýrslan liggur hér fyrir til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skýrsla "Þingeyjarsýslur í tölum" þar sem dregnar eru saman nokkrar lykiltölur fyrir starfssvæðið.
Lagt fram til kynningar.