Ósk um aðkomu að endurbótum hússins Breiðabliks á Raufarhöfn
Málsnúmer 202002063
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 317. fundur - 21.02.2020
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hólmsteini Helgasyni ehf. (HH) varðandi aðstöðu eldri borgara í fasteigninni Breiðablik á Raufarhöfn.
Erindið felur í sér að fyrirtækið er tilbúið að koma myndarlega að endurbyggingu húnæðisins, með því að leggja til allt efni, aðkeypta vinnu, og greiða fyrir útlát varðandi nauðsynlegar teikningar og annað sem verkefninu tilheyrir, sem sagt að tryggja framgang verkefnisins til enda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum;
- Norðurþing afhendi Félagi Eldri Borgara á Raufarhöfn (FEBR) húsið til eignar
- Norðurþing felli niður fasteignagjöld af eigninni á meðan það verður í eigu FEBR
- Norðurþing sjái um eðlilegan rekstrarkostað af eigninni, s.s. rafmagn o.þ.h.
- Norðurþing leggi til framlag til verkefnisins, sem t.d. má hugsa sem jafngildi kostnaðar við að farga eigninni, ca. 1 mill á ári, næstu 4 ár, sem HH mun leggja út fyrir með áður lýstu framlagi.
- Norðurþing innheimti ekki kostnað vegna framkvæmdanna, s.s. varðandi úttektir byggingafulltrúa, eldvarnareftirlits o.þ.h.
Erindið felur í sér að fyrirtækið er tilbúið að koma myndarlega að endurbyggingu húnæðisins, með því að leggja til allt efni, aðkeypta vinnu, og greiða fyrir útlát varðandi nauðsynlegar teikningar og annað sem verkefninu tilheyrir, sem sagt að tryggja framgang verkefnisins til enda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum;
- Norðurþing afhendi Félagi Eldri Borgara á Raufarhöfn (FEBR) húsið til eignar
- Norðurþing felli niður fasteignagjöld af eigninni á meðan það verður í eigu FEBR
- Norðurþing sjái um eðlilegan rekstrarkostað af eigninni, s.s. rafmagn o.þ.h.
- Norðurþing leggi til framlag til verkefnisins, sem t.d. má hugsa sem jafngildi kostnaðar við að farga eigninni, ca. 1 mill á ári, næstu 4 ár, sem HH mun leggja út fyrir með áður lýstu framlagi.
- Norðurþing innheimti ekki kostnað vegna framkvæmdanna, s.s. varðandi úttektir byggingafulltrúa, eldvarnareftirlits o.þ.h.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 59. fundur - 25.02.2020
Erindi hefur borist frá íbúa á Raufarhöfn um samkomulag varðandi framtíð hússins Breiðabliks á Raufarhöfn. Beðið er um að sveitarfélagið veiti fjármagni til hússins á næstu fjórum árum í viðhald, eina milljón á ári. Einnig að sveitarfélagið afsali sér húsinu til eldri borgara á Raufarhöfn og felli niður fasteignagjöld og eftirlitskostnað við framkvæmdir við húsið en borgi áfram rekstrarkostnað af húsinu sem er tæp milljón á ári.
Undirritaðir óska bókað:
Undirritaðir þakka erindi Hólmsteins Helgasonar ehf. er varðar málefni húseignarinnar Breiðabliks á Raufarhöfn. Um er að ræða málefni sem lengi hefur velkst í stjórnsýslu sveitarfélagsins og erfitt hefur verið að ná lendingu um.
Að mati undirritaðara hefur skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings þær skyldur á herðum sér að stefna að því að sveitarfélagið Norðurþing komist á þann stað að framkvæmdaáætlun hvers árs feli í sér þá fjárhagslegu sjálfbærni að eignum sveitarfélagsins verði sæmilega viðhaldið frá ári til árs með tilliti til meðalfjárhags. Því miður er staða dagsins í dag ekki sú og er dæmi um slíkt að finna á öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins.
Lausnir á vandamálinu virðast annarvegar felast í sölu eigna eða úreldinu eftir atvikum.
Hugmyndir hafa verið uppi um að færa starfsemi eldri borgara í grunnskóla Raufarhafnar sem er nú er vannýtt húsnæði sem sveitarfélagið hyggst halda við og reka áfram.
Eftirfarandi atriði geta undirritaðir samþykkt til þess að vilji hluteigandi nái fram að ganga sem eru eftirfarandi.
-
Norðurþing afhendi Hólmsteini Helgasyni á Raufarhöfn húsið til eignar
-
Norðurþing leggi til framlag til verkefnisins sem t.d. má hugsa sem jafngildi kostnaðar við að farga eigninni, ca 1 mill á ári næstu 4 ár.
-
Norðurþing innheimti ekki kostnað vegna framkvæmdanna s.s. varðandi úttektir byggingafulltrúa, eldvarnareftirlits o.þ.h.
Undirritaðir geta ekki samþykkt þær kvaðir Hómsteins Helgasonar ehf. að sveitafélagið Norðurþing muni undirgangast þær kvaðir að greiða rekstarkostnað af eigninni Breiðablik ef Félag Eldri borgara á Raufarhöfn fær húsið til eignar eins og hugmyndir Hólmsteins Helgasonar ehf. gera ráð fyrir, né fella niður fasteignagjöld af eigninni.
Frekari meðferð málsins er í höndum Byggðaráðs og fjölskylduráðs.
Guðmundur og Kristinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það en bendir á að verkið er ekki á framkvæmdaáætlun ársins 2020. Viðhald eigna sveitarfélagsins er víða aðkallandi. Á Raufarhöfn er unnið í viðhaldi á ráðhúsinu. Auk þess hafa viðhaldsverkefni í grunnskólanum, sundlaug, íþróttamiðstöð og Hnitbjörgum áður komið á borð ráðsins.
Sveitarfélagið hefur ekki heimild til að fella niður fasteignagjöld en fordæmi eru fyrir því að félög sæki um styrk á móti fasteignagjöldum. Slíkt er á ábyrgð hvers og eins félags.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt sveitarstjóra að boða Hólmstein Helgason ehf., Félag eldri borgara og hverfisráð Raufarhafnar á fund til að ræða málið.
Undirritaðir þakka erindi Hólmsteins Helgasonar ehf. er varðar málefni húseignarinnar Breiðabliks á Raufarhöfn. Um er að ræða málefni sem lengi hefur velkst í stjórnsýslu sveitarfélagsins og erfitt hefur verið að ná lendingu um.
Að mati undirritaðara hefur skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings þær skyldur á herðum sér að stefna að því að sveitarfélagið Norðurþing komist á þann stað að framkvæmdaáætlun hvers árs feli í sér þá fjárhagslegu sjálfbærni að eignum sveitarfélagsins verði sæmilega viðhaldið frá ári til árs með tilliti til meðalfjárhags. Því miður er staða dagsins í dag ekki sú og er dæmi um slíkt að finna á öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins.
Lausnir á vandamálinu virðast annarvegar felast í sölu eigna eða úreldinu eftir atvikum.
Hugmyndir hafa verið uppi um að færa starfsemi eldri borgara í grunnskóla Raufarhafnar sem er nú er vannýtt húsnæði sem sveitarfélagið hyggst halda við og reka áfram.
Eftirfarandi atriði geta undirritaðir samþykkt til þess að vilji hluteigandi nái fram að ganga sem eru eftirfarandi.
-
Norðurþing afhendi Hólmsteini Helgasyni á Raufarhöfn húsið til eignar
-
Norðurþing leggi til framlag til verkefnisins sem t.d. má hugsa sem jafngildi kostnaðar við að farga eigninni, ca 1 mill á ári næstu 4 ár.
-
Norðurþing innheimti ekki kostnað vegna framkvæmdanna s.s. varðandi úttektir byggingafulltrúa, eldvarnareftirlits o.þ.h.
Undirritaðir geta ekki samþykkt þær kvaðir Hómsteins Helgasonar ehf. að sveitafélagið Norðurþing muni undirgangast þær kvaðir að greiða rekstarkostnað af eigninni Breiðablik ef Félag Eldri borgara á Raufarhöfn fær húsið til eignar eins og hugmyndir Hólmsteins Helgasonar ehf. gera ráð fyrir, né fella niður fasteignagjöld af eigninni.
Frekari meðferð málsins er í höndum Byggðaráðs og fjölskylduráðs.
Guðmundur og Kristinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það en bendir á að verkið er ekki á framkvæmdaáætlun ársins 2020. Viðhald eigna sveitarfélagsins er víða aðkallandi. Á Raufarhöfn er unnið í viðhaldi á ráðhúsinu. Auk þess hafa viðhaldsverkefni í grunnskólanum, sundlaug, íþróttamiðstöð og Hnitbjörgum áður komið á borð ráðsins.
Sveitarfélagið hefur ekki heimild til að fella niður fasteignagjöld en fordæmi eru fyrir því að félög sæki um styrk á móti fasteignagjöldum. Slíkt er á ábyrgð hvers og eins félags.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt sveitarstjóra að boða Hólmstein Helgason ehf., Félag eldri borgara og hverfisráð Raufarhafnar á fund til að ræða málið.
Byggðarráð Norðurþings - 318. fundur - 27.02.2020
Á 317. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi Hólmsteins Helgasonar ehf. varðandi aðstöðu eldri borgara í fasteigninni Breiðablik á Raufarhöfn.
Á fundi ráðsins var bókað;
Byggðarráð fagnar frumkvæði að þessu erindi og felur sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um kostnað sveitarfélagsins við rekstur Breiðabliks undangenginna ára og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi þess.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Á fundi ráðsins var bókað;
Byggðarráð fagnar frumkvæði að þessu erindi og felur sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um kostnað sveitarfélagsins við rekstur Breiðabliks undangenginna ára og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi þess.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja drög að samningi við aðila fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020
Á 318. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi Hólmsteins Helgasonar ehf. varðandi húsið Breiðablik á Raufarhöfn. Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja drög að samningi við aðila fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja drög að samningi við aðila fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn og vísa til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020
Til staðfestingar í sveitarstjórn liggur þríhliða samningur milli Norðurþings, Félags eldri borgara á Raufarhöfn og Hólmsteins Helgasonar ehf um eignarhald, viðhald og framtíðarafnot hússins Breiðabliks á Raufarhöfn
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar og Hafrún.
Kristján Þór óskar bókað:
Það er jákvætt að náðst hafi samkomulag milli Norðurþings við annars vegar Félag eldri borgara á Raufarhöfn og hins vegar Hólmstein Helgason ehf. um eignarhald og endurbætur á húsinu Breiðabliki á Raufarhöfn, félagsaðstöðu eldri borgara. Með samningnum eignast Félag eldri borgara á Raufarhöfn húsið en Norðurþing mun á árunum 2020 og 2021 leggja alls fjórar milljónir til endurbótanna auk þess að gera rekstrarsamning við Félag eldri borgara á Raufarhöfn til ársins 2026. Heildarkostnaður við fyrirhugaðar endurbætur hússins er áætlaður á bilinu 10-12 milljónir og mun Hólmsteinn Helgason ehf. taka að sér umsjón með endurbótunum. Gert er ráð fyrir því að framvinda og uppgjör verkefnisins verði undir eftirliti skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
Kristján Þór óskar bókað:
Það er jákvætt að náðst hafi samkomulag milli Norðurþings við annars vegar Félag eldri borgara á Raufarhöfn og hins vegar Hólmstein Helgason ehf. um eignarhald og endurbætur á húsinu Breiðabliki á Raufarhöfn, félagsaðstöðu eldri borgara. Með samningnum eignast Félag eldri borgara á Raufarhöfn húsið en Norðurþing mun á árunum 2020 og 2021 leggja alls fjórar milljónir til endurbótanna auk þess að gera rekstrarsamning við Félag eldri borgara á Raufarhöfn til ársins 2026. Heildarkostnaður við fyrirhugaðar endurbætur hússins er áætlaður á bilinu 10-12 milljónir og mun Hólmsteinn Helgason ehf. taka að sér umsjón með endurbótunum. Gert er ráð fyrir því að framvinda og uppgjör verkefnisins verði undir eftirliti skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020
Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur þríhliða samningur milli Norðurþings, Félags eldri borgara á Raufarhöfn og Hólmsteins Helgasonar ehf. um eignarhald, viðhald og framtíðarafnot hússins Breiðabliks á Raufarhöfn til kynningar.
Á 325. fundi Byggðaráðs 30. apríl sl. var samþykkt að sveitarstjóri myndi undirrita samning við Félag eldri Borgara á Raufarhöfn þess efnis að félaginu yrði afhent fasteignin Breiðablik til eignar, ásamt því að greiða allan rekstrarkostnað við húsið næstu sex árin. Einnig myndi sveitarfélagið greiða fjórar milljónir króna sem framlag í viðhaldsframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á húsinu. Þessi ákvörðun Byggðaráðs var tekin þrátt fyrir að Skipulags-og framkvæmdaráð sem hefur yfirumsjón með ákvörðunartöku er varðar fasteignir Norðurþings hafi ekki verið búið að veita söluheimild fyrir eignina. Undirritaðir lýsa miklum vonbrigðum með þá staðreynd að tekið sé fram fyrir hendurnar á þeim aðilum sem eiga sannarlega að bera ábyrgð á framvindu ákveðinna mála fyrir hönd sveitarfélagsins. Það er með öllu óásættanlegt að nefndarfólk sé lítillækkað með þeim hætti að það fái bara að segja sitt um sum mál en önnur ekki. Benda má á það að Sveitarstjórn Norðurþings hefur alltaf heimild til þess að taka upp mál úr fundargerðum og leggja fram breytingatillögur ef aðilum þar finnst fastanefndirnar vera á villigötum. Með afgreiðslu á málum eins og raunin var í þessu tilfelli mætti allt eins færa rök fyrir því að kostnaður við fagráð verði sparaður og Byggðaráði rétt keflið.
Guðmundur Halldórsson,
Heiðar Hrafn Halldórsson,
Kristinn Jóhann Lund og
Kristján Friðrik Sigurðsson.
Guðmundur Halldórsson,
Heiðar Hrafn Halldórsson,
Kristinn Jóhann Lund og
Kristján Friðrik Sigurðsson.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.