Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

184. fundur 23. nóvember 2018 kl. 08:30 - 10:47 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Axel Yngvason sat fundinn undir lið nr. 1.

1.Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afstaða húseigenda á mögulegu veitusvæði holu BA-04 í Kelduhverfi.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til þess hvort ráðist skuli í framkvæmdir við hitaveitu í Kelduhverfi.
Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun frá Eflu verkfræðistofu vegna lagningar hitaveitu í Kelduhverfi. Jafnframt hefur Orkuveita Húsavíkur kannað afstöðu íbúa í Kelduhverfi til hitaveitu. Bréf voru send til um 50 aðila sem eiga fasteignir á svæðinu. Íbúar voru þar beðnir um að staðfesta hvort þeir myndu taka inn til sín hitaveitu væri hún lögð. Af þeim aðilum sem fengu bréf hafa 7 aðilar tilkynnt að þeir myndu taka inn hitaveitu ef af framkvæmdinni yrði. Miðað við gefnar forsendur og afstöðu íbúa sér OH sér ekki kleift að fara í þessa framkvæmd að sinni. Verði forsendubreytingar, t.d. með tilkomu nýrra stórnotenda er hægt að taka málið upp að nýju.

Stjórn OH vill þakka Axeli Yngvasyni sitt innlegg í umræðuna.

2.Friðlýsing vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum

Málsnúmer 201810124Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 30. október sl. var tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun varðandi friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.
Málinu var vísað til umsagnar hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf sem hagsmunaaðila í málinu, en frestur til þess að skila athugasemdum til Umhverfisstofnunar vegna málsins er til 23. janúar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir í samstarfi við hagsmunaaðlia og leggja fram drög að umsögn um málið.

3.Framkvæmdaáætlun OH 2019

Málsnúmer 201810062Vakta málsnúmer

Lokaumræða framkvæmdaáætlunar Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir rekstrarárið 2019.
Farið var yfir framkvæmdaáætlun OH fyrir rekstrarárið 2019 og hún samþykkt.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir árið 2019 nemi um 170 m.kr.

4.Fjárhagsáætlun OH 2019

Málsnúmer 201809042Vakta málsnúmer

Lokaumræða fjárhagsáætlunar Orkuveitu Húsvíkur ohf fyrir rekstrarárið 2019.
Fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2019 er samþykkt.

5.Leiðrétting framsetningar gjaldskrár OH

Málsnúmer 201811087Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er framsetning gjaldskrár Orkuveitu Húsavíkur vegna erindis um málið.
Málinu er frestað til næsta fundar.

6.Sjóböð ehf

Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Sjóbaða ehf tekin fyrir.
Fundargerð stjórnar Sjóbaða ehf.
Með vísan til 3. fundarliðar stjórnarfundar Sjóbaða ehf frá 25.09.2018, hafnar stjórn OH framkomnum kröfum félagsins.
Framkvæmdastjóra OH er falið að óska eftir því að framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Sjóbaða ehf mæti á næsta fund stjórnar OH sem fyrirhugaður er í desember.

Fundi slitið - kl. 10:47.