Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon sat fundinn undir fundarlið nr. 1.
1.Rammasamningur OH og NÞ
Málsnúmer 201903084Vakta málsnúmer
Norðurþing og Orkuveita Húsavíkur ohf. hafa sammælst um að nauðsynlegt sé að taka upp og skýra áður gerðan þjónustusamning milli aðila. Lögð hafa verið fram samningsdrög af hálfu Norðurþings sem kynnt hafa verið í byggðaráði og eins liggja fyrir breytingatillögur af hálfu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fyrir liggur að ljúka umræðum um málið og undirrita samkomulagið þegar sátt liggur fyrir af hálfu beggja aðila um það sem þar kemur fram.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings skýrði forsendur samningsins og þá hagræðingu sem ætlað er að ná fram með honum.
Meirihluti stjórnar OH samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi sem lögð hafa verið fram af hálfu Norðurþings. Skýra skal í texta samkomulagsins hvernig greiðslum vatns- og fráveitugjalda er háttað fyrir undirritun þess.
Bergur Elías Ágústsson getur ekki samþykkt fyrirliggjandi samningsdrög.
Meirihluti stjórnar OH samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi sem lögð hafa verið fram af hálfu Norðurþings. Skýra skal í texta samkomulagsins hvernig greiðslum vatns- og fráveitugjalda er háttað fyrir undirritun þess.
Bergur Elías Ágústsson getur ekki samþykkt fyrirliggjandi samningsdrög.
2.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer
Vinna vegna stefnumótunar Orkuveitu Húsavíkur ohf. er að baki og í kjölfarið liggja eftir fjórar nær fullmótaðar stefnur varðandi rekstur félagsins til framtíðar og sem ætlunin er að fylgja. Eftir stendur að taka ákvörðun um lykilstærðir sem snúa að skyldum stjórnar OH gagnvart eiganda félagsins.
Stjórn OH setti fram þá mælikvarða sem tengjast stefnumótun félagsins og styðjast ber við í tengslum við rekstur þess. Stefnur og mælikvarðar verða birtir á heimasíðu félagsins.
Stefnur Orkuveitu Húsavíkur ohf eru eftirtaldar:
1. Auðlinda- og Umhverfisstefna
2. Rekstrarstefna Fjármál
3. Viðskiptastefna
4. Fjárfestingarstefna
Stefnur Orkuveitu Húsavíkur ohf eru eftirtaldar:
1. Auðlinda- og Umhverfisstefna
2. Rekstrarstefna Fjármál
3. Viðskiptastefna
4. Fjárfestingarstefna
3.Íslensk Orka ehf. - Ársreikningur 2019
Málsnúmer 202002129Vakta málsnúmer
Aðalfundur Íslenskrar Orku ehf. var haldinn miðvikudaginn 26. febrúar sl. Til kynningar fyrir stjórn OH er lagður fram ársreikningur félagsins vegna rekstrarársins 2019.
Ársreikningur Íslenskrar Orku ehf lagður fram til kynningar.
4.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH
Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer
Í kjölfar undangenginna samningafunda milli OH og "Þingorku ehf." vegna reksturs, fjármögnunar og fyrirkomulags aðila í tengslum við rekstur raforkuframleiðslu í orkustöð OH á Húsavík, liggja fyrir nokkuð skýrar línur í átt að samkomulagi milli áðurnefndra aðila. Óskað er umboðs til þess að ganga frá drögum að samkomulagi við "Þingorku ehf." á þeim grunni sem kynntur er fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Sé það ákvörðun stjórnar OH að vinna skuli áfram að verkefninu m.v. fyrirliggjandi forsendur er óskað eftir framlengingu yfirlýsingar um einkaviðræður við Þingorku yfir þann tíma sem gengið verður frá lausum endum varðandi málið.
Sé það ákvörðun stjórnar OH að vinna skuli áfram að verkefninu m.v. fyrirliggjandi forsendur er óskað eftir framlengingu yfirlýsingar um einkaviðræður við Þingorku yfir þann tíma sem gengið verður frá lausum endum varðandi málið.
Stjórn OH samþykkir að haldið verði áfram með viðræður á milli aðila og að gerð verði drög að samkomulagi. Að því loknu mun stjórn OH taka afstöðu til málsins miðað við þær forsendur sem fyrir liggja.
Yfirlýsing um einkaviðræður við Þingorku verður framlengd til 30. apríl.
Yfirlýsing um einkaviðræður við Þingorku verður framlengd til 30. apríl.
5.OH - Önnur mál 2020
Málsnúmer 202002058Vakta málsnúmer
Gjaldskrá OH fyrir árið 2020 - Umræða um breytingar sem gerðar hafa verið á áður samþykktri gjaldskrá OH fyrir árið 2020 og bókuð afstaða stjórnar á þeim breytingum.
Stjórn OH samþykkir að felldur verði úr gjaldskrá félagsins afsláttur til stórnotenda vegna notkunar á köldu iðnaðarvatni.
Einnig að lagt verði upp með að veittur verði 75% afsláttur af notkun á heitu vatni fari notkun yfir 100.000 m3 pr. ár.
Einnig að lagt verði upp með að veittur verði 75% afsláttur af notkun á heitu vatni fari notkun yfir 100.000 m3 pr. ár.
Fundi slitið - kl. 16:30.