Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Erindi frá Sölkusiglingum vegna Covid-19.
Málsnúmer 202008081Vakta málsnúmer
Drög að greiðslusamkomulagi varðandi uppgjör gjaldfallinna skulda Sölkusiglinga ehf. gagnvart eignasjóði annarsvegar og hafnarsjóði hinsvegar, hefur verið kynnt forsvarsmönnum félagsins og liggur fyrir samþykki Sölkusiglinga á því uppleggi sem drögin innihalda. Óskað er afsöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til samningsdraganna og heimildar til þess að ganga frá samningi með þeim hætti sem kynnt hefur verið.
Skipulags- og framkvæmdarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur fjármálastjóra að undirrita samkomulagið fh. sveitarfélagsins.
2.Víðimóar 3 girðing og húsnæði
Málsnúmer 202011074Vakta málsnúmer
Með bókun skipulags- og framkvæmdaráðs frá 86. fundi ráðsins sem haldinn var þann 12.01.2021 var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá verksamningi við þann aðila sem skilaði lægsta tilboði að undangenginni verðkönnun í tengslum við verkefni sem snýr að uppsetningu öryggisgirðingar við lóð Norðurþings að Víðimóum 3. Nú er fullreynt að ekki munu nást samningar og er því óskað afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs um framhald málsins.
Með vísan í framlögð gögn sem lýsa samskiptum við lægstbjóðanda tekur skipulags- og framkvæmdaráð undir þá afstöðu framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ekki verði gengið lengra í viðleitni varðandi gerð verksamnings. Ráðið fellur því frá fyrri ákvörðun sinni varðandi uppsetningu öryggisgirðingar við lóð Norðurþings að Víðimóum 3, en hyggst bjóða verkið út síðar.
3.Viðhald á Akurgerði 4 - Skólahús.
Málsnúmer 201908084Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun á viðhaldi hússins að Akurgerði 4, Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma með kostnaðaráætlun að nauðsynlegum lekaviðgerðum en vísa fullnaðarviðgerðum til fjárhagsáætlunar 2022.
4.Beiðni um afhendingu gagna.
Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer
Guðmundur Vilhjálmsson f.h. Garðvíkur ehf. óskar eftir að fá afhent þau gögn sem heita "Verktakaeftirlit 2020". Jafnframt er þess óskað að beiðni þessi verði tekin fyrir á fundi skipulags- og framkævmdaráðs.
Almennt er ekki þörf á umfjöllun skipulags- og framvkæmdaráðs í tengslum við utanaðkomandi óskir um afhendingu gagna, en þegar sérstaklega er óskað eftir því eins og í þessu tilfelli, er sjálfsagt að verða við því.
Almennt er ekki þörf á umfjöllun skipulags- og framvkæmdaráðs í tengslum við utanaðkomandi óskir um afhendingu gagna, en þegar sérstaklega er óskað eftir því eins og í þessu tilfelli, er sjálfsagt að verða við því.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afhenda gögnin.
5.Gerð Víkurbrautar á Raufarhöfn að botngötu.
Málsnúmer 202102031Vakta málsnúmer
Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar hjá hverfisráði Raufarhafnar.
Fyrir liggur umsögn hverfisráðs Raufarhafnar varðandi tillögu frá rekstraraðila við Víkurbraut á Raufarhöfn, að gatan verði gerð að botngötu.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar hjá hverfisráði Raufarhafnar.
Fyrir liggur umsögn hverfisráðs Raufarhafnar varðandi tillögu frá rekstraraðila við Víkurbraut á Raufarhöfn, að gatan verði gerð að botngötu.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að loka götunni til samræmis við hugmyndir hagsmunaaðila. Þessi ákvörðun er í fullu samræmi við hverfisráð Raufarhafnar.
6.Ósk um endurnýjun á samningi um landgræðsluskóga í bæjarlandi Húsavíkur.
Málsnúmer 202102125Vakta málsnúmer
Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir endurnýjun samnings um landgræðsluskóga í bæjarlandi Húsavíkur, sem samþykktur var í bæjarstjórn Húsavíkur, 2. október 1991.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til framlagðra tillagna Skógræktarfélags Húsavíkur í tengslum við endurnýjun áðurnefnds samkomulags.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til framlagðra tillagna Skógræktarfélags Húsavíkur í tengslum við endurnýjun áðurnefnds samkomulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæma- og þjónustufulltrúa að ganga til viðræðna við Skógræktarfélag Húsavíkur um gerð nýs samnings og leggja fyrir ráðið að nýju.
7.Ósk um að skógræktarlandi verði haldið fjárlausu.
Málsnúmer 202102126Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Skógræktarfélagi Húsavíkur varðandi mögulegar leiðir til þess að halda landgræðsluskógum í bæjarlandi Húsavíkur fjárlausum. Leggur Skógræktarfélagið til breytingar á girðingarstæði í suðurjaðri friðlands Húsavíkur og felur tillagan að sögn í sér styttingu bæjargirðingar um 3,5 km og aukningu friðlands um 8,3 km2.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til tillögunnar og framkvæmdarinnar ef svo ber undir.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til tillögunnar og framkvæmdarinnar ef svo ber undir.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillögur um breytingu á girðingarstæði og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samtal við landeigendur um legu fyrirhugaðrar girðingar og leggja fyrir ráðið að nýju.
8.Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir fjárstuðningi.
Málsnúmer 202102127Vakta málsnúmer
Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu Norðurþingi að upphæð kr. 750.000 sem nýttur yrði til uppgræðslu/kolefnisbindingu (plöntun og grisjun), sem og til eflingar á starfsemi félagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til byggðarráðs.
9.Verklagsreglur vegna umsókna um niðurfellingu sorphirðugjalda
Málsnúmer 202009175Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta reglur vegna umsókna um niðurfellingu sorphirðugjalda.
Á 353. var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð samþykkir verklagsreglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók; Kristján.
Samþykkt samhljóða.
Þetta er sett til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Á 353. var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð samþykkir verklagsreglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók; Kristján.
Samþykkt samhljóða.
Þetta er sett til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Lagt fram til kynningar.
10.Umræður um aðild Norðurþings að Ríkiskaupasamningi
Málsnúmer 202102154Vakta málsnúmer
Kynning og umræður um aðild Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa.
Í ljósi umræðna um Rammasamning Ríkiskaupa og þeirrar óvissu sem ríkir varðandi heildarhagsmuni sveitarfélagsins og eins þeirra iðnverktaka sem starfa innan Norðurþings, er kallað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til aðildar Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa og/eða einstakra liða þess samnings.
Til upplýsingar er hér linkur á heimasíðu Ríkiskaupa, rammasamninga https://www.rikiskaup.is/is/rammasamningar/samningarnir/voruflokkar
Í ljósi umræðna um Rammasamning Ríkiskaupa og þeirrar óvissu sem ríkir varðandi heildarhagsmuni sveitarfélagsins og eins þeirra iðnverktaka sem starfa innan Norðurþings, er kallað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til aðildar Norðurþings að Rammasamningi Ríkiskaupa og/eða einstakra liða þess samnings.
Til upplýsingar er hér linkur á heimasíðu Ríkiskaupa, rammasamninga https://www.rikiskaup.is/is/rammasamningar/samningarnir/voruflokkar
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fjármálastjóra fyrir veittar upplýsingar. Ráðið telur æskilegt að sveitarfélagið Norðurþing endurskoði aðild sína að rammasamningi Ríkiskaupa sem lítur að þjónustu iðnmeistara o.fl. Fylgjast skal með gildistíma einstakra liða samningsins og þátttöku sveitarfélagsins í þeim. Ráðið vísar þessu til umræðu í sveitarstjórn.
11.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða
Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer
Niðurstaða tilboða á vegagerð til að tengja Stóragarð við nýjan íbúðakjarna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita leiða til að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Upphæðin verði tekin af óráðstöfuðu framkvæmdafé.
12.Vinnuvélar Eyþórs ehf. sækja um lóð að Höfða 14 og stækkun lóðar að Höfða 12
Málsnúmer 202102139Vakta málsnúmer
Vinnuvélar Eyþórs sækja um tímabundin afnot af lóðinni að Höfða 14 til allt að fimm ára til geymslu véla og tækja. Ennfremur er óskað eftir lóðarstækkun Höfða 12 til vesturs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tímabundin afnot af lóðinni að Höfða 14 til loka maí 2024.
Varðandi stækkun lóðar Höfða 12 til vesturs vísar ráðið til yfirstandandi endurskoðunar deiliskipulags á Höfða.
Varðandi stækkun lóðar Höfða 12 til vesturs vísar ráðið til yfirstandandi endurskoðunar deiliskipulags á Höfða.
13.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Klifagötu 6b Kópaskeri
Málsnúmer 202102100Vakta málsnúmer
Björn Guðmundur Björnsson óskar leyfis til að byggja bílskúr á lóðinni að Klifagötu 6b skv. meðfylgjandi rissmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð fer fram á að umsækjandi skili inn skriflegu samþykki annara lóðarhafa á lóðinni og samþykki aðliggjandi nágranna að Klifagötu 8 í ljósi þess að byggingarréttur þeirrar lóðar mun skerðast við fyrirhugaða byggingu miðað við efnisval sem fram kemur í erindi. Þar fyrir utan telur ráðið rétt að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu nágrönnum að Akurgerði 13 og Boðagerði 12.
14.Ósk um leyfi fyrir breytingum á útidyrahurðum að Lyngholti 16
Málsnúmer 202101150Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt breytingar á útliti Lyngholts 16. Kynntar voru samþykktar teikningar og samþykki nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðsluna.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-12.
Jónas Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 1-12.
Ketill Árnason Verkefnastjóri sat fundinn undir lið 4.
Smári Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 6-9.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 12-14.