Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

107. fundur 05. október 2021 kl. 13:00 - 15:55 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101143Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur 437. fundargerð Hafnasambandsins til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Líffræðileg fjölbreytni í borgum og bæjum, tækniskýrsla

Málsnúmer 202109143Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sendi meðfylgjandi tækniskýrsla frá samningnum um líffræðilega fjölbreytni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum. Skýrslan er framlag og afurð samstarfs borga og bæja víðsvegar um heim á vettvangi samningsins um leiðir til þess að efla og varðveita líffræðilega fjölbreytni í og við borgir og bæi.

Ráðuneytið vonast til þess að sveitarfélög kynni sér efni skýrslunnar og nýti til þess að vinna að eflingu og aukinni vernd líffræðilegrar fjölbreytni í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

3.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Á 100. fundi fjölskyluráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir góða samantekt. Ráðið er sammála um að fara í framkvæmd á aðstöðu fyrir þessa starfsemi og horft verði til þeirra þarfa sem starfshópurinn hefur tekið saman. Mikilvægt er að framkvæmd hefjist eins fljótt og hægt er. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og til byggðarráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera verðkönnun á 270m2 einingahúsi sem myndi hýsa inngildandi frístund fyrir allt að 90 börn.

4.Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 202109145Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi lagði til á sínum tíma að leikvöllum yrði fækkað og þeim betur við haldið og markvisst yrði unnið að uppbyggingu þeirra. Það hefur nú þrívegis verið staðfest í sveitarstjórn. Hann leggur því til að unnið verði eftir samþykktri tillögu um að settir verði fjármunir í einn leikvöll á ári þannig að þeim verði viðhaldið. Byrjað verði á leiksvæðinu milli Baughóls og Uppsalavegar á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu er varðar staðsetningu og hvaða leikvöll á að taka fyrir til fjölskylduráðs.

5.Göngustígar við og á Húsavík

Málsnúmer 202109146Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi leggur til að gönguleið frá norðurenda Melastígs við Traðagerði verði lengd til norðurs þannig að hún nái út á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skoða gönguleiðina og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kort af gönguleiðum og leggja fyrir ráðið.

Heiðar Hrafn óskar bókað:
Húsavík býr að því að eiga fjöldann allan af gönguleiðum í fallegu umhverfi. Sumar þeirra eru þó orðnar lúnar og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Brýnt er að ákveðið verði hvaða gönguleiðum skuli sannarlega halda við og hverjum ekki. Inn í það plan spilast svo hugsanlegar nýjar gönguleiðir framtíðarinnar eins og sú sem er til umræðu á þessum fundi.
Ráðið tekur undir bókun Heiðars Hrafns.

6.Uppbygging og aðstaða í Túni fyrir listsköpun

Málsnúmer 202109147Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi leggur til að Tún, nyrðri hluti, verði gerður aðgengilegur fyrir ungt fólk til listsköpunar og æfinga. Fundin verði leið til að tryggja aðgengi ungmenna að aðstöðunni.
Mál áður lagt fram, í nóvember 2018.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leiti afnot af þeim hluta húsnæðisins sem ekki er í notkun og vísar málinu til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði.

7.Skrúðgarðurinn á Húsavík

Málsnúmer 202109149Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi leggur til að svæðið suður úr Skrúðgarði upp með Skógargerðislæk að Vatnsþró við Þeistareykjaveg verðu hluti af svæði Skrúðgarðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur með umrætt svæði í huga og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Erindi vegna fjarlægingar á ruslagám við Meiðavelli í Kelduhverfi

Málsnúmer 202109153Vakta málsnúmer

Erindi frá Ágústu Ágústsdóttur varðandi ruslagám við Meiðavelli.
Skipulags- og framkvæmdaráð hyggst ekki endurnýja gámaplanið við Meiðavelli á þessu stigi. Unnið er við uppbyggingu á gámaplani við Þverá í Öxarfirði og stefnt að endurbótum á gámaplani við Höfðabrekku. Ráðið hafnar því beiðni Ágústu.

9.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps 2022

Málsnúmer 202109130Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur fyrir tillaga frá framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps árið 2022. Tillagan gerir ráð fyrir 13% hækkun frá yfirstandandi ári til samræmis við áætlaðan kostnað málaflokksins.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði samþykkt.
Ásta og Hjálmar Bogi óska bókað að þau séu ekki sammála hækkun á gjaldskrá sorphirðu.

10.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að fjalla um fjárhagsáætlun Norðurþings 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:55.