Fara í efni

Auglýsing um kynningu deiliskipulagstillagna og umhverfisskýrslu

Bæjarstjórn Norðurþings ákvað á fundi sínum þann 17. september s.l. að kynna neðangreindar tvær deiliskipulagstillögur skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

  1. Urðunarstaður í Laugardal Deiliskipulagstillagan er unnin með það að meginmarkmiði að endurnýja starfsleyfi fyrir sorpurðun í Laugardal.  Deiliskipulagssvæðið er 6,7 ha að flatarmáli til samræmis við afmörkun þess í aðalskipulagi  Norðurþings 2010-2030.  Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði urðuð allt að 500 tonnum af óvirkum úrgangi árlega.  Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2.
  2. Ketilsbraut 22 á Húsavík:  Deiliskipulagstillagan felst í að skilgreina byggingarrétt innan lóðarinnar sem afmarkast af Miðgarði í austri, Stóragarði í norðri og Ketilsbraut í vestri og suðri.   Fyrirhuguð er viðbygging við núverandi hótelbyggingu, til norðurs og austurs.  Hæð viðbyggingar er allt að fjórar hæðir auk kjallara skv. skipulagstillögunni.  Leyft nýtingarhlutfall verði 1,05.  Skipulagstillagan auk greinargerðar er sett fram á einu blaði í stærð A1.

 

Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 19. september 2013 til 1. nóvember 2013.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Skipulagstillögurnar verða sérstaklega kynntar á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings þriðjudaginn 24. september n.k. milli klukkan 13 og 16, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með föstudeginum 1. nóvember 2013.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast þeim samþykkir.

 

Húsavík 17. september 2013

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi