Kynning skipulags- og matslýsinga vegna breytinga aðalskipulags Norðurþings og kynningarfundur
20.11.2013
Tilkynningar
Bæjarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann
19. nóvember 2013 að kynna eftirfarandi skipulags- og matslýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
- Skipulags- og matslýsingu fyrir breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breyttrar legu þjóðvegar nr. 1 yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Fyrirhuguð er bygging nýrrar brúar um 900 m sunnan við núverandi brú yfir Jökulsá og hefur það í för með sér breytta legu þjóðvegarins á um 1.500 m kafla innan Norðurþings.
- Skipulags- og matslýsingu fyrir breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breyttrar legu vegtengingar milli hafnarsvæðis Húsavíkur og iðnaðarsvæðis á Bakka. Nú er gert ráð fyrir að vegtengingin verði um jarðgöng í Húsavíkurhöfða sem liggi nokkru austar en veglínan er skv. gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og matslýsingar þessar eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsingarnar er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 6. desember 2013. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).
Ennfremur er boðað til kynningarfundar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á tillögum um ofangreindar breytingar aðalskipulags ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslum á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, miðvikudaginn 27. nóvember n.k. milli kl. 13 og 16.
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi