Fara í efni

Kynning skipulags- og matslýsinga vegna þriggja nýrra deiliskipulaga

Kynning skipulags- og matslýsinga vegna þriggja nýrra deiliskipulaga í Reitnum á Húsavík, á hafnar- og athafnasvæði við suðurhöfn Húsavíkur og í Ásbyrgi í Kelduhverfi.

Bæjarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2015 að kynna þrennar skipulags- og matslýsingar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna nýrra deiliskipulaga fyrir hluta íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum á Húsavík, hluta hafnarsvæðis H5 og athafnasvæðis A3 í Suðurfjöru á Húsavík og loks þjónustusvæði í Ásbyrgi í Kelduhverfi.  Skipulagstillögunum þremur er ætlað að fjalla um áframhaldandi uppbyggingu á svæðunum.

 

Skipulags- og matslýsingar þessar eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsingarnar er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 4. febrúar 2016.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

 

Ennfremur er boðað til kynningarfundar skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga á tillögur að deiliskipulögunum þremur á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, fimmtudaginn 21. janúar n.k. milli kl. 14 og 16. 

Skipulags- og matslýsing fyrir hluta íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum

Skipulags- og matslýsing fyrir hluta hafnarsvæðis H5 og athafnasvæðis A3 í Suðurfjöru

Skipulags- og matslýsing fyrir  þjónustusvæði í Ásbyrgi

Húsavík 11. janúar 2016

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi