Fara í efni

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og samsvarandi nýju deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á Húsavíkurhöfða

Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur.

 

  1. Breyting aðalskipulags vegna breyttrar landnotkunar á Húsavíkurhöfða.  Meginmarkmið tillögu að breytingu aðalskipulags er að geta boðið upp á lóðir fyrir baðstað, þjónustubyggingar og hótel á Húsavíkurhöfða.  Í stað athafnasvæðis A1 er reiknað með að komi verslunar og þjónustusvæði V4.  Afmörkun V4 er að mestu sama og A1, en þó er gert ráð fyrir nokkurri stækkun reitsins til vesturs norðan við Húsavíkurvita. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2.
  2. Deiliskipulag vegna sjóbaða og hótels á Húsavíkurhöfða.  Skipulagstillagan felst í skilgreiningu þriggja lóða á verslunar- og þjónustusvæði V4 í samhliða auglýstri tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings.  Á einni lóðinni er gert ráð fyrir sjóböðum og tilheyrandi aðstöðubyggingum, á annari lóð er gert ráð fyrir hótelbyggingu og á þeirri þriðju er hugsað fyrir sameiginlegum bílastæðum.  Nyrsti hluti V4 er utan marka þessarar deiliskipulagstillögu.   Skipulagstillagan er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A2 ásamt sjálfstæðri greinargerð með umhverfisskýrslu.

 

Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 24. ágúst 2015 til og með 5. október 2015.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með mánudeginum 5. október 2015.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir. 

 

 

Húsavík 17. ágúst 2015

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi