Búið er að semja við Guðrúnu Huld Gunnarsdóttir um að taka að sér framkvæmd Mærudaga á Húsavík árið 2018. Guðrún tekur við keflinu af Guðna Bragasyni sem haldið hefur utan um verkefnið síðastliðin tvö ár með miklum sóma.
Fimmtudaginn 1.mars var stóð Norðurþing fyrir málþingi á Fosshótel Húsavík undir yfirskriftinni „gerum gott samfélag betra“. Málþingið var vel sótt en um 70 manns sóttu málþingið sem einnig var sent út á vefnum.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings setti málþingið og Róbert Ragnarsson starfandi félagsmálastjóri Norðurþings sá um fundarstjórn.