Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir öflugum og skapandi leiðtoga í starf forstöðumanns. Um er að ræða 50% starf á heilsársgrundvelli.
Um nýtt starf er að ræða sem krefst stefnumótunar og frumkvæðis. Félag eldri borgara hefur verið með öflugt félagsstaf og mun félagsstarfið á vegum Norðurþings vera í samstarfi við félagið.
Þann 16. ágúst komu út skýrslur með niðurstöðum ferðavenjukönnunar 2018 meðal erlendra gesta á átta áfangastöðum um allt land. Könnunin aflaði upplýsinga um ýmsa einkennandi þætti ferðamanna á rannsóknarsvæðunum, svo sem búsetuland, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd, auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað.
Vikuna 16.-24. ágúst ætlar Einar Hansberg Árnason, fjölskylda hans og vinir að fara hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á átaki UNICEF gegn ofbeldi á börnum á Íslandi.
Opið er fyrir skráningar í frístund fyrir krakka í 1-4 bekk.
Frístundarvistun er í boði fyrir börn í 1.-4. bekk þar sem hlutverkið er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf sem hentar öllum. Frístund er opin frá kl. 13:00 (eða frá því að skóla líkur) og til kl. 16:00.
Börnin mæta sjálf í frístund en 1. bekkur fær fylgd frá starfsmanni frístundar að skóla loknum. Starfsfólk frístundar hjálpar einnig til við að minna börnin á íþrótta og tómstundastarf sem er stundað á vistunartíma
Norðurþing auglýsir eftir framboðum og tillögum um einstaklinga í hverfisráð Raufarhafnar, Öxarfjarðar, Kelduhverfis og Reykjahverfis. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð eru allir einstaklingar 18 ára og eldri sem hafa lögheimili á nærsvæði viðkomandi hverfis í sveitarfélaginu.
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur færði nýverið leikskólum Norðurþings gjöf með námsefninu "Lærum og leikum með hljóðin" sem ætlað er að bæta framburð barna, auka orðaforða og undirbúa þau fyrir lestur og læsi almennt.