Fara í efni

Fréttir

Skólahúsið Lundi/mynd:atthing.is

Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings:

Auglýstar eru lausar stöður við grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla
03.05.2019
Tilkynningar
Grunnskólinn á Raufarhöfn

Laust starf skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik- og grunnskóli með alls um 15 nemendur þar sem uppeldisstefnan Jákvæður agi er höfð að leiðarljósi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu sem og jákvæðni.
03.05.2019
Tilkynningar
Sölvi Tryggvason - opin fyrirlestur 2.maí

Sölvi Tryggvason - opin fyrirlestur 2.maí

UM FYRIRLESARANN: Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru. Fyrirlesturinn verður kl 19.30 fimmtudaginn 2.maí í sal Framsýnar á Húsavík. Fyrirlestrinum verður sjónvarpað í gegnum fjarfundarbúnað beint á eftirfarandi staði: • Grunnskólinn á Raufarhöfn • Bókasafnið á Kópaskeri Norðurþing - heilsueflandi samfélag stendur fyrir viðburðinum.
30.04.2019
Tilkynningar
Guðrún Ingimundardóttir nýráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur.

Guðrún Ingimundardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og mun hún hefja störf 1. ágúst.
26.04.2019
Tilkynningar
Opinn fundur um náttúruvernd

Opinn fundur um náttúruvernd

Opinn fundur um náttúruvernd með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra í Skúlagarði/Lundi þriðjudaginn 30. apríl kl. 20.00-21.30. Friðlýsingar, kolefnisbinding, bændur og náttúruvernd. Allir velkomnir!
24.04.2019
Tilkynningar
Reyðarárhnjúkur / mynd ViS

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags útivistarsvæðis O4 við Reyðarárhnjúk, Norðurþingi.

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2019 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir útivistar-/skíðasvæði O4 við Reyðarárhnjúk. Helsta markmið deiliskipulagsins er að skilgreina uppbyggingu útivistar-/ skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk. Í deiliskipulagi verða afmarkaðir byggingarreitir fyrir hús og önnur mannvirki á svæðinu, jafnframt því sem afstaða verður tekin til legu skíðagöngubrauta og hjólreiðaleiða á svæðinu.
24.04.2019
Tilkynningar
Skegla vikunnar

Skegla vikunnar

Skegla vikunnar
24.04.2019
Tilkynningar
Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf.
16.04.2019
Tilkynningar

91. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

91. fundur sveitarstjórnar Norðurþings
14.04.2019
Tilkynningar

Sorphirða - Páskar

Í næstu viku verður sorphirða á Húsavík sem hér segir: Mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl verður sorp hirt á Húsavík og vikuna eftir páska verður sorp hirt á Húsavík þriðjudaginn 23. apríl og miðvikudaginn 24. apríl. Sorphirða í Reykjahverfi og á Tjörnesi verður samkvæmt sorphirðudagatali. Minnum á opnunartíma í Móttökustöðinni á Húsavík um páskahátíðina sem er eftirfarandi: Lokað á Skírdag og Föstudaginn langa - opið laugardaginn 20.apríl kl. 11:00 - 14:00. Lokað 2. í páskum. Einnig verður móttakan lokuð á sumardaginn fyrsta og 1. maí.
12.04.2019
Tilkynningar
Skegla vikunnar

Skegla vikunnar

Skegla vikunnar
11.04.2019
Tilkynningar